Nemendur 10.bekkja útskrifađir

  • Grunnskólafréttir
  • 8. júní 2022

Nú í morgun voru nemendur 10.bekkja útskrifaðir frá Grunnskóla Grindavíkur við hátíðlega athöfn. Salurinn á Ásabrautinni var þéttsetinn þegar starfsmenn og aðstandendur fylgdust með útskriftarnemunum taka á móti útskriftarskírteinum sínum.

Athöfnin hófst með ræðu Eysteins Þórs Kristinssonar skólastjóra þar sem hann þakkaði nemendum fyrir veturinn og hvatti þau til dáða fyrir framtíðina. Næst kom Tómas Breki Bjarnason formaður nemendaráðs og fór yfir félagslífið á skólaárinu sem er liðið og síðan afhentu þau Guðjón Þorsteinsson og Emílía Ósk Jóhannesdóttir nokkrum starfsmönnum kveðjugjöf og þakkir fyrir samstarfið.

Því næst var komið að verðlaunaafhendingu en það var Guðlaug Erlendsdóttir aðstoðarskólastjóri sem afhenti nemendum viðurkenningar fyrir góðan árangur.

Viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í listum: Guðmunda Ösp Ólafsdóttir og Tómas Máni Bjarnason.



„Guðmunda Ösp er með framúrskarandi einkunn í listum. Hún er hugmyndarík og framkvæmdaglöð, en hún hefur sýnt það bæði í myndmennt, þar sem verkið hennar og hugsunin á bakvið það voru með eindæmum frábært, og einnig í áhuga á leikritagerð. Guðmunda er drífandi, vinnusöm og með smitandi sköpunargleði. Guðmunda á framtíðina fyrir sér í skapandi greinum.“

„Tómas Máni er með framúrskarandi einkunn í listum. Hann er með gott auga fyrir teikningu en hefur þó gaman af því að gera tilraunir með nýja tækni. Tómas Máni hefur vaxið og dafnað í listinni og blýantsteikningar eru hans sterkasti eiginleiki. Tómas á framtíðina fyrir sér í teikningum hvers konar.“

Í viðurkenningu hljóta þau bókina Litagleði eftir Helgu Jóhannesdóttur.

Viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í verkgreinum: Lance Leó Riantoco Þórólfsson



„Lance Leó, þú hefur víðtækt verkvit og er einstaklega fjölhæfur. Í vetur hefur þú sýnt áhuga og framfarir í ólíktum smiðjum verkgreina. Það er eftirtektarvert hversu iðinn, hjálpsamur og nákvæmur þú ert.“

Í viðurkenningu hlýtur hann bókina Lífið í lit – byggingar, heimili, fatnaður eftir Dagny Thurmann-Moe.

Viðurkenning fyrir vel unnin störf í þágu nemenda: Tómas Breki Bjarnason og Emilía Ósk Jóhannesdóttir.



„Emilía Ósk hefur skýra sýn og er góð að sjá fyrir sér hvernig er hægt að útfæra hlutina, hún er eins og sannur herforingi með góða leiðtogahæfni og sannkallaður leikjameistari.“

„Tómas Breki er okkar aðal tæknitröll sem við höfum verið svo heppin með að hafa aðgengi að og lært mikið af. Hann er alltaf tilbúinn til þess að hjálpa, er yfirvegaður og nær að halda utan um fólkið sem er í kringum hann með sinni leiðtogahæfni.“

Í viðurkenningu hljóta þau bókina Fyrirboðar og tákn – auðnuspor og ólánsvegir í daglegu lífi tekið saman af Símoni Jóni Jóhannssyni. Veröld gefur út.

Viðurkenning fyrir góðan árangur í íþróttum pilta og stúlkna. Íþróttakona Grunnskóla Grindavíkur, Júlía Björk Jóhannesdóttir og íþróttamaður Grunnskóla Grindavíkur, Guðjón Þorsteinsson.



„Júlía Björk er frábær íþróttastelpa. Hún er alltaf tilbúin að aðstoða bæði kennara og bekkjarfélaga. Hún nær auðveldlega tökum á því sem kennarinn leggur fyrir og hún tekur alltaf þátt í því sem boðið er upp á og gerir alltaf sitt besta. Hún kemur vel fram við félaga sína og hefur jákvæð áhrif á hópinn. Hún klárar sín verkefni og er með markmiðin sín á hreinu. Júlía Björk er frábær fyrirmynd fyrir aðra nemendur.“

„Guðjón er mjög duglegur og öflugur íþróttastrákur. Hann tekur þátt í öllu því sem boðið er upp á og gerir alltaf sitt besta. Hann er réttsýnn og heldur alltaf ótrauður áfram. Hann nær auðveldlega tökum á efninu og geri það af miklum dugnaði og ástríðu. Góður liðsfélagi og hvetur liðsfélaga sína áfram. Hann er alltaf hjálpsamur og hefur mikla ábyrgðartilfinningu. Hann er frábær fyrirmynd fyrir marga, bæði í íþróttum og lífinu.“

Í viðurkenningu hljóta þau farandbikar UMFG.

Viðurkenning fyrir góðan árangur í stærðfræði: Emilía Þór Ólafsdóttir



„Landsbanki Íslands hefur í mörg ár veitt nemendum í Grunnskóla Grindavíkur viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði við útskrift í 10.bekk. Emilía Þóra hefur lokið einum áfanga í framhaldsstærðfræði með prýðisgóðum árangri.“

Í viðurkenningu hlýtur hún vasareikni að gjöf frá Landsbanka Íslands.

Viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í íslensku: Júlía Björk Jóhannesdóttir



Í viðurkenningu hlýtur hún Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar sem Salka gefur út.

Viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í dönsku: Júlía Björk Jóhannesdóttir



Hún fær að launum gjöf frá danska sendiráðinu

Viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í ensku: Elísabet Birgisdóttir



„Elísabet hefur sýnt framúrskarandi árangur í ensku og hefur nú þegar lokið tveimur áföngum í ensku í framhaldsskóla og hefur staðið sig með stakri prýði.“

Í viðurkenning hlýtur hún bókina Emma eftir Jane Austen

Viðurkenning fyrir góðan námsárangur í 10.bekk: Júlía Björk Jóhannesdóttir



Í viðurkenningu hlýtur hún bókina Nýja tilvitnana bókin – þúsundir snjallyrða hvaðanæva úr heiminum, frá fornöld til samtímans. Kolbrún Bergþórsdóttir tók saman.

Þegar búið var að veita allar viðurkenningar fengu nemendur afhentan sinn vitnisburð áður en teknar voru hópmyndir. Að lokum var útskriftarnemendum, starfsfólki og aðstandendum boðið upp á glæsilegar kaffiveitingar sem nemendur sjálfir höfðu úbúið að hluta en Halla Kristín Sveinsdóttir hafði yfirumsjón með veitingunum.

Við óskum útskriftarnemum innilega til hamingju með útskriftina, þökkum þeim fyrir árin hér í Grunnskóla Grindavíkur og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni.


Tómas Breki fór yfir félagsstarfið í vetur.


Emilía Ósk og Guðjón fluttu þakkarræðu til starfsfólks og kennara.


Rakel Pálmadóttir og Páll Erlingsson voru umsjónarkennarar 10.bekkja í vetur en Páll átti því miður ekki heimangengt í dag. Rakel tók við kveðjugjöf fyrir hönd þeirra beggja.


Starfsfólk sem unniðr hefur með nemendum 10.bekkja fékk einnig kveðjugjafir.


Þær Emilía, Tinna, Alexandra, Eva, Hildur og María fengu önnur verðlaun í stuttmyndakeppni á unglingastigi.


Eysteinn skólastjóri hvatti nemendur til dáða fyrir framtíðina.


Guðlaug aðstoðarskólastjóri sá um að afhenda viðurkenningar. 







 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 17. nóvember 2023

Foreldrasamvera grunn- og leikskólabarna - streymi er lokiđ

Grunnskólafréttir / 2. júní 2023

Útskrift 10. bekkjar

Grunnskólafréttir / 6. maí 2022

Tóku ţátt í Frímó

Grunnskólafréttir / 11. febrúar 2022

Lćrt um flatarmál

Grunnskólafréttir / 8. febrúar 2022

Spurningakeppni unglingastigs komin af stađ á ný

Grunnskólafréttir / 27. janúar 2022

Almenn hamingja!

Grunnskólafréttir / 13. janúar 2022

Heimsókn frá Pálmari Ragnarssyni

Grunnskólafréttir / 13. desember 2021

8-liđa úrslitum spurningakeppni unglingastigs lokiđ

Grunnskólafréttir / 9. desember 2021

Skemmtilegir uppbrotsdagar

Grunnskólafréttir / 16. nóvember 2021

Dagur íslenskrar tungu

Grunnskólafréttir / 1. nóvember 2021

Gaman á hrekkjarvöku og í draugahúsinu

Grunnskólafréttir / 31. október 2021

1.bekkingar fengu körfubolta ađ gjöf

Grunnskólafréttir / 27. október 2021

Skáld í skólum!

Grunnskólafréttir / 21. október 2021

Svo skemmtilegt í heimilisfrćđi!

Grunnskólafréttir / 14. október 2021

Vel heppnađar uppbyggingasmiđjur á miđstigi

Grunnskólafréttir / 12. október 2021

Glćsilegar grímur 5.bekkinga

Grunnskólafréttir / 12. október 2021

Góđur vinafundur ţegar leikskólabörn heimsóttu 1.bekkinga

Grunnskólafréttir / 7. október 2021

Forvarnadagur forseta Íslands

Nýjustu fréttir

Hvernig get ég stutt barniđ mitt á óvissutímum?

  • Grunnskólafréttir
  • 1. desember 2023

Skólaslit í 1.-9.bekk og viđurkenningar

  • Grunnskólafréttir
  • 6. júní 2023

1.bekkur skellti sér í árlega ferđ

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2023

Glćsileg árshátíđ á miđstigi

  • Grunnskólafréttir
  • 25. mars 2022

100 daga hátíđ hjá 1.bekk

  • Grunnskólafréttir
  • 9. febrúar 2022

Rökkurró í febrúar

  • Grunnskólafréttir
  • 4. febrúar 2022

Flytja í nýbygginguna viđ Hópsskóla

  • Grunnskólafréttir
  • 26. janúar 2022

Gleđi og ánćgja á litlu jólum eldri nemenda

  • Grunnskólafréttir
  • 20. desember 2021

Logn og stilla í útikennslu

  • Grunnskólafréttir
  • 14. desember 2021

Heimsókn frá Má Gunnarssyni

  • Grunnskólafréttir
  • 13. desember 2021

Upplýsingatćkni í 3.bekk

  • Grunnskólafréttir
  • 26. nóvember 2021