Árlega tekur 7.bekkur þátt í Stóru Upplestrarkeppninni. Keppnin hefur verið haldin í fjölda ára og er orðin fastur liður í skólastarfi árgangsins. Þetta er 25. árið sem keppnin er haldin.
Undanfarnar vikur hafa nemendur 7.bekkja undirbúið sig fyrir upplestrarkeppnina í sínum bekkjum. Fyrir skömmu var haldin keppni innan bekkjanna þar sem voru valdir aðilar til að taka þátt í skólakeppninni sem fram fór í dag. Umsjónarmaður keppninnar er Petrína Baldursdóttir.
Það var virkilega gaman að sjá krakkana lesa textana sína í salnum í dag og augljóst að þau voru búin að æfa sig vel og vandlega fyrir lesturinn.
Þeir sem báru sigur úr býtum og keppa því fyrir hönd Grunnskóla Grindavíkur í Stóru upplestrarkeppninni eru Aníta Rut Helgadóttir, Bylgja Björk Sigurðardóttir, Meriem El Mandour og Sandra Ósk Halldórsdóttir verður varamaður.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá keppninni í morgun.