Ljóđiđ Vonin, hugmynd frá börnunum

 • Grunnskólafréttir
 • 23. nóvember 2020

Er ekki gott að eiga von?
Í tengslum við dag íslenskrar tungu vann hluti 2.bekkjar að verkefnum tengdu ljóðum eftir þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson. 
Ýmis vinna var unnin og settu börnin tvö ljóð upp á vegg skólans. Þau lærðu að ljóð geta verið sögur í bundnu máli og í kjölfarið bjuggu þau til sína eigin sögu. Sú saga kom alfarið frá börnunum og tengdu þau hana við sjómannastyttuna (minnisvarðann) Vonina sem stendur niðri við Mánagötu. Sagan fjallaði um konu sem situr og bíður með börnunum sínum eftir því að fjölskyldufaðirinn komi heim af sjónum og vildu börnin hafa góðan endi þannig að sagan endaði á því að hann kom heim að lokum. Kennari 2. bekkjar fékk Mikael Tamar til að koma þessari sögu í bundið mál sem að hann gerði með glæsibrag. Vildu börnin og kennarinn koma á framfæri þökkum til Tamars fyrir hans framlag. Neðst í þessari frétt má sjá þetta áhugaverða og fína ljóð.

 

Vonin
Stirður faðir, vaknar þreyttur
vindur blæs úr norðanátt.
Kuldinn nístir, glefsinn beittur
hafið bíður öskugrátt.

Fögur kona fer á fætur
friðsæl börnin hlægja dátt.
Paradís um daga og nætur
þó fátæk séu þau lifa sátt.

Með bros á vör hann gullin kyssir
sjórinn kallar með lágum róm.
Af mörgum sigrum oft hann missir
er hann berst í hafsins klóm.

Í þungum þönkum ferðast hljóður
fótgangandi niður að strönd.
Þungur verður þessi róður
bátinn losar með hrjúfri hönd.

Er dimma tekur sárt þau sakna
bátur er ei komin heim.
Með hverri hviðu tárin vakna
gráta þau í rúmum tveim.

Undir morgun situr móðir
og biður bænir handa þeim.
Þá birtast henni vættir góðir
er maður hennar gengur heim.

Gleðin brýst úr hverju rými
faðmar faðir börnin sín,
dýrmætur er þessi tími
er hamingjan úr augum skín.

Sitja þau við ljósið bjarta
ástfanginn við arininn,
lifandi er mannsins hjarta
sem þakkar fyrir daginn sinn.


 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 22. janúar 2021

Ţorrasmakk og gamlir munir á bóndadegi

Grunnskólafréttir / 17. desember 2020

Notaleg litlu jól á Ásabrautinni

Grunnskólafréttir / 23. nóvember 2020

Ljóđiđ Vonin, hugmynd frá börnunum

Grunnskólafréttir / 9. nóvember 2020

Hringekja- stöđvavinna í 1.bekk

Grunnskólafréttir / 5. nóvember 2020

Endurskinsmerki

Grunnskólafréttir / 1. nóvember 2020

Starfsdagur mánudaginn 2.nóvember

Grunnskólafréttir / 16. október 2020

Vetrarleyfi 19. og 20.október

Grunnskólafréttir / 12. október 2020

Skóli á grćnni grein

Grunnskólafréttir / 29. september 2020

Ţjófagjá, minjar frá stríđsárum, náttúruskođun

Grunnskólafréttir / 18. september 2020

Frábćrir Uppbyggingadagar

Grunnskólafréttir / 3. júní 2020

Danshátíđ á Ásabrautinni

Grunnskólafréttir / 2. júní 2020

4.bekkur gróđursetti tré viđ rćtur Ţorbjörns

Grunnskólafréttir / 31. maí 2020

Vel heppnuđ vorferđ hjá 8.bekk

Grunnskólafréttir / 22. maí 2020

4.Á er sigurvegari spurningakeppni miđstigs

Grunnskólafréttir / 19. maí 2020

Sumargleđi í Sjómannagarđinum

Grunnskólafréttir / 18. maí 2020

Litlu lömbin hjá Línu í Vík

Grunnskólafréttir / 13. maí 2020

Mörtuganga unglingastigs

Grunnskólafréttir / 12. maí 2020

Mörtuganga hjá miđstigi

Nýjustu fréttir

10.A vann spurningakeppnina

 • Grunnskólafréttir
 • 12. febrúar 2021

Yngstu börnin úti í kakó- og piparkökustund

 • Grunnskólafréttir
 • 20. desember 2020

Jólasveinar komu í Kvikuna

 • Grunnskólafréttir
 • 10. desember 2020

Ţriđji bekkur í útikennslu á miđvikudögum

 • Grunnskólafréttir
 • 18. nóvember 2020

Ţakkir frá stjórnendum

 • Grunnskólafréttir
 • 6. nóvember 2020

Gott bođ hjá Nemenda- og Ţrumuráđi

 • Grunnskólafréttir
 • 2. nóvember 2020

Grásleppukona heimsćkir 2.bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 22. október 2020

Fyrsti bekkur hugleiđir

 • Grunnskólafréttir
 • 14. október 2020

Umferđaröryggi

 • Grunnskólafréttir
 • 9. október 2020

Vinabekkir fóru Gleđileiđina saman

 • Grunnskólafréttir
 • 18. september 2020

Nemendur í 10.bekk útskrifađir

 • Grunnskólafréttir
 • 5. júní 2020