Nemendur í 4.bekk lögðu sitt af mörkum í náttúruverndinni í dag þegar þau héldu að rótum Þorbjörns og gróðursettu þar fjöldan allan af plöntum. Gróðursetningin er árlegur viðburður og í umsjón samtakanna Gróður fyrir fólkið í landnámi Ingólfs.
Aðilar frá samtökunum komu og sóttu krakkana á rútu og voru farnar nokkrar ferðir þar sem allir fengu að gróðursetja sitt tré. Gróðursetningin var í fjórum skrefum, fyrst var gerð hola í jarðveginn, plantan síðan sett niður, vökvað og loks settur áburður. Nemendur stóðu sig vel við vinnuna og voru dugleg.
Við viljum þakka Birni og félaga hans frá samtökunum Gróður fólksins í landnámi Ingólfs, kærlega fyrir aðstoðina í dag.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá gróðursetningunni í dag.