Til að kanna líðan nemenda og samskipti í skólanum taka nemendur í 6.-10. bekk þátt í Skólapúlsinum á hverju ári. Ef niðurstöður koma illa út t.d. fyrir ákveðinn árgang þá er hægt að leggja fyrir könnun um líðan í þeim árgangi. Umsjónarkennari getur nýtt niðurstöður slíkra kannana til að vinna með ákveðin mál ef þurfa þykir og/eða fengið aðstoð eineltisteymis.