ART

  • Grunnskólinn
  • 16. mars 2016

ART

ART er afmörkuð og árangursrík aðferð sem eflir félagsfærni, sjálfstjórn og siðferðisvitund. ART hjálpar öllum að bæta samskipti við aðra og þekkja tilfinningar sínar. Unnið er með ART á öllum skólastigum. Allir nemendur í 2. bekk fara í ART á bekkjarvísu. Á öðrum skólastigum er nemendum sem eiga erfitt félagslega boðið að koma á námskeið.

Í félagsfærniþjálfuninni er nemendum kennd jákvæð samskipti í daglega lífinu. Unnið er kerfisbundið með tiltekin atriði. Þetta er gert með sýnikennslu, hlutverkaleikjum og ýmis konar verkefnum.

Í sjálfstjórnun læra nemendur að bregðast við árekstrum með því að þekkja: - hvað kveikir reiði þeirra, - hvað gerist innra með þeim þegar þau reiðast, - hvernig þau eru vön að bregðast við og hvaða afleiðingar það hefur. Þeim er kennt að rjúfa ferlið með ýmsum aðferðum og innleiða nýjar samskiptaleiðir (félagslega færni).

Siðferðisþátturinn leggur áherslu á að nemendur rökræði undir stjórn þjálfara út frá sögum (klípusögum) þar sem fyrir koma siðferðisleg álitamál. Þetta eru annars vegar sögur sem tilheyra námsefninu og hins vegar sögur úr reynsluheimi barnanna sjálfra.

Sjálfstjórn, félagsfærni og siðferðisvitund eru öllum börnum mikilvæg til að geta átt góð samskipti og eignast vini.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR

Nýjustu fréttir

Hvernig get ég stutt barniđ mitt á óvissutímum?

  • Grunnskólafréttir
  • 1. desember 2023

Foreldrasamvera grunn- og leikskólabarna - streymi er lokiđ

  • Grunnskólafréttir
  • 17. nóvember 2023

Skólaslit í 1.-9.bekk og viđurkenningar

  • Grunnskólafréttir
  • 6. júní 2023

Útskrift 10. bekkjar

  • Grunnskólafréttir
  • 2. júní 2023

1.bekkur skellti sér í árlega ferđ

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2023

Tóku ţátt í Frímó

  • Grunnskólafréttir
  • 6. maí 2022

Glćsileg árshátíđ á miđstigi

  • Grunnskólafréttir
  • 25. mars 2022

Lćrt um flatarmál

  • Grunnskólafréttir
  • 11. febrúar 2022

100 daga hátíđ hjá 1.bekk

  • Grunnskólafréttir
  • 9. febrúar 2022

Spurningakeppni unglingastigs komin af stađ á ný

  • Grunnskólafréttir
  • 8. febrúar 2022