Grindavíkurbær hefur ákveðið að fella niður allt félagsstarf eldri borgara í óákveðinn tíma í Grindavík. Í kjölfar þess að Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónaveiru (COVID-19) og er ákvörðun tekin með tilliti til fólks sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma.
Bent er á að sóttvarnalæknir beinir því sérstaklega til þeirra sem teljast til viðkvæmra hópa, einkum þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eldri einstaklinga að huga vel að hreinlætisaðgerðum og forðast mannamót að óþörfu.