Jóla-Járngerđur komin út

  • Miđgarđsfréttir
  • 17. desember 2019
Jóla-Járngerđur komin út

Járngerður, bæjarmálablað Grindvíkinga, lítur nú dagsins ljós í þriðja sinn á þessu ári. Verið er að bera blaðið í hús en það verður að sjálfsögðu aðgengilegt hér á heimasíðu bæjarins eins og önnur blöð Járngerðar. 

Blaðið að þessu sinni hefur að geyma áhugaverð viðtöl við aðila úr ýmsum áttum í Grindavík. Rætt er við þær Ernu Rún og Kristínu Heiðu sem nýlega opnuðu Portið heilsurækt, en þar er bæði hægt að fara í líkamsrækt og nudd. Þá er viðtal tekið við  nýjan verslunarstjóra hjá Kristinsson - Handmade, Sigurbjörgu Vignisdóttur, en faðir hennar Vignir Kristinsson opnaði nýverið vinnustofu og sýningarrými. Vörur Vignis,  Kristinsson-handmade hafa notið  gífurlegra vinsælda og er t.a.m. hreindýrið ein mest selda varan í Epal. 

Við spjöllum við formennina Ingiberg Þór Jónasson og Gunnar Már Gunnarsson sem starfa annars vegar fyrir körfuknattleiksdeildina og hins vegar fyrir knattspyrnudeildina. Báðir sinna þeir einnig framkvæmdastjórastöðum félaganna eins og stendur. 

Lindu í Palómu þarf ekki að kynna en hún hefur rekið einu fataverslunina í Grindavík í dag í þrettán ár. Fötin hennar njóta allaf mikilla vinsælda en hún hefur líka verið að herja á samfélagsmiðlana ásamt því að reka netverslun samhliða fataversluninni. Hún fær oft til sín hópa hvaðanæva að, gjarnan eftir lokun þar sem hægt er að máta og versla í ró og næði. 

Endurskoðuð skólastefna Grindavíkurbæjar er kynnt ásamt helstu framkvæmdum hjá skipulagssviði bæjarins. Þá fáum við innsýn í hádegismat eldri borgara í Víðihlíð og tilnefningar til íþróttamanns og íþróttakonu Grindavíkur 2019 eru kynntar. 

Það er óhætt að fullyrða að mikill meðvindur sé með okkur í Grindavík. Fólk sækist eftir að búa hér, fyrirtæki blómstra og sveitarfélagið er farið að vera valinn áfangastaður bæði erlendra ferðamanna og innlendra. Hingað eru samgöngur með besta móti bæði frá Reykjanesinu og höfuðborgarsvæðinu, enda varð langþráð krafa loksins að veruleika á árinu, að bæta Grindavíkurveginn og aðskilja akstursstefnur. 

Grindavík hefur upp á ótalmargt að bjóða. Hér er fjöldi  veitingastaða, vinsæl fataverslun og dásamleg framleiðsla fallegra hönnunarvara. Eftirspurn eftir húsnæði er umfram framboð sem segir okkur að Grindavík er bæjarfélag sem áfram sækir í sig veðrið. 

Jóla-Járngerður, 3. tbl. 2019

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Miđgarđsfréttir / 16. nóvember 2020

Heimsendur matur úr Víđihlíđ

Miđgarđsfréttir / 11. mars 2020

Bingó í Miđgarđi fellur niđur í dag

Miđgarđsfréttir / 28. janúar 2020

Almannavarnir: Svona er stađan núna

Miđgarđsfréttir / 23. desember 2019

Helgihald Grindavíkurkirkju um jól og áramót

Miđgarđsfréttir / 19. nóvember 2019

Grindjánar komu fćrandi hendi í Víđihlíđ

Miđgarđsfréttir / 29. október 2019

Ţórkatla fćrir Víđihlíđ mannbrodda

Miđgarđsfréttir / 10. september 2019

Dagskrá Félags eldri borgara í Grindavík 2019/2020

Miđgarđsfréttir / 23. maí 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Miđgarđsfréttir / 3. maí 2019

Verulega góđ afkoma hjá Grindavíkurbć áriđ 2018

Miđgarđsfréttir / 21. mars 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ