Dagskrá félags eldri borgara í Grindavík hefur nú verið birt en tómstundastarfið er opið öllum eldri borgurum í Grindavík. Dagskráin er hér birt með fyrirvara um breytingar.
Í haust verður spilað 2x í viku, uppi í matsal Víðihlíðar; brids á mánudögum, kl.13:00, og Kani á fimmtudögum kl. 13:30.
Félagsvist er á fimmtud. kl.20 í sal Sjálfstæðisfélagsins að Víkurbraut 25.
Teflt er flesta föstudaga á Opnu húsi í Miðgarði, ungir & aldnir saman!
Billard er leikinn í Kvennó, mánud.- föstud. milli kl.10:00 &16:00.
Boccia er í Íþróttamiðstöðinni – nánar auglýst þar!
Dagskrá Félags eldri borgara í Grindavík 2019/2020:
(með fyrirvara um breytingar!)
September: Félagsfundur föstudaginn 20.september, kl.17:00, ræðum vetrarstarfið og fl. Gaman saman eftir fund. Opið hús byrjar 27.sept.
Október: Bjórkvöld – Félagar koma með sitt sjálfir!
Nóvember: Leikhúsferð
Desember: Jólahlaðborð í Salthúsinu
Janúar: Opið hús á föstudögum milli kl.14&16 – byrjar 10.jan. 2020
Jan/Feb: Þorrablót á Vör, 2020. Húsið opnar kl.18:30.
Mars: Aðalfundur í Miðgarði.
Apríl: Vorhátíð á Sumardaginn fyrsta, 25.apríl í Gjánni, kl. 15:00
Maí: Vorferð – dagsferð áætluð í maí eða júní.
Opið hús er fyrir alla og áhugasamir geta stofnað hópa!
dans – samsöngur – tónlist – spil – tafl – spjall um bækur –
Dansnámsskeið er í skoðun – verður auglýst síðar.
Félag eldri borgara í Grindavík