Sjóarinn síkáti - Dagskrá sunnudagsins 2. júní 2019

  • Miđgarđsfréttir
  • 2. júní 2019
Sjóarinn síkáti - Dagskrá sunnudagsins 2. júní 2019

Sjómanna- og fjölskylduhátíðinni Sjóaranum síkáta lýkur í dag. Dagurinn einkennist af hátíðarhöldum Sjómannadagsins, til heiðurs sjómönnum og fjölskyldum þeirra, m.a. hátíðarmessu auk þess sem blómakrans verður lagður að minnisvarðanum Von. Á hátíðarsvæðinu mun Eliza Reid forsetafrú flytja ræðu og setja daginn formlega. Keppt verður í alvöru koddaslag, flekahlaupi og kararóðri. Þá verður fjölskyldudagskrá á hátíðarsviði og leiktækin verða á sínum stað. 

Sunnudagur 2. júní

8:00 Fánar dregnir að húni 
Fánar dregnir að húni og bæjarbúar hvattir til að flagga í tilefni Sjómannadagsins.

12:30 Sjómannadsagsmessa í Grindavíkurkirkju

  • Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur organista.
  • Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari
  • Einsöngur: Páll Jóhannesson
  • Ritningarlestra lesa sjómannshjónin Ásdís Hafliðadóttir og Einar Hannes Harðarson
  • Kransaberi verður Andri Fannar Einarsson

Eftir messu fer heiðrun sjómanna fram í kirkjunni. Að lokinni heiðrun verður gengið að minnisvarðanum Von og lagður blómsveigur til minningar um þá sem hafa drukknað. Lúðrasveit verkalýðsins mun taka þá í athöfninni.

13:00-16:00 Andlitsmálun við Kvikuna
Andlitsmálun fyrir öll börn við Kvikuna.

13:00-17:00 Tívolí á hafnarsvæðinu
Frítt í öll leiktæki nema fallturninn í samvinnu við Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Grindavíkur.

13:00-17:00 Veltibíllinn
Hinn sívinsæli veltibíll verður á svæðinu.

13:00-17:00 Fiskasafnið á bryggjukantinum
Fiskabúr af ýmsum stærðum og gerðum þar sem finna má marga af þeim nytjafiskum sem veiðst við Íslands. Á staðnum verða einnig snertibúr með furðufiskum.

14:00-17:00 Sjómannadagskaffi í Gjánni
Hérastubbur stendur fyrir myndarlegu Sjómannadagskaffi í Gjánni. Frítt fyrir yngri en 6 ára, 1.000 kr. fyrir 6-12 ára og 2.000 kr. fyrir fullorðna.

14:15-16:00 Hátíðarhöld í Víðihlíð
Sigríður Thorlacius skemmtir. Að loknum söngatriðum verður boðið upp á kaffiveitingar.

14:00-14:20 Hátíðarhöld við Kvikuna
Hátíðarhöld í tilefni Sjómannadagsins. Eliza Reid forsetafrú flytur ræðu og setur daginn formlega.

14:20-15:00 Koddaslagur, flekahlaup og kararóður
Hreystimenni og konur takast á í alvöru koddaslag, flekahlaupi og kararóðri. Verðlaun í boði. Skráning á staðnum.

15:00-17:00 Skemmtidagskrá á hátíðarsviði
Skemmtidagskrá á hátíðarsviðinu neðan við Kvikuna í samvinnu við Landsbankann.

  • 15:00 Kvennakór Grindavíkur
  • 15:30 Söngvaborg 
  • 16:00 Gunni og Felix
  • 16:30 Latibær - Íþróttaálfurinn, Siggi sæti og Solla stirða

15:30-16:30 Töframaður á hátíðarsvæðinu
Töframaðurinn Daníel Örn verður á svæðinu og sýnir listir sínar fyrir gesti og gangandi.

20:00 Hátíðarkvöldverður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur
Hátíðarkvöldverður á Sjómannastofunni Vör. Þórhallur Sigurðsson (Laddi) sér um veislustjórn. Sigríður Thorlacius syngur. Jón og Bibbinn sjá um veitingar.

20:00 Hljómsveit Guðjóns Sveinssonar á Bryggjunni
Guðjón og félagar flytja lög eftir hans helstu áhrifavalda úr rokkheiminum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Miđgarđsfréttir / 16. nóvember 2020

Heimsendur matur úr Víđihlíđ

Miđgarđsfréttir / 11. mars 2020

Bingó í Miđgarđi fellur niđur í dag

Miđgarđsfréttir / 28. janúar 2020

Almannavarnir: Svona er stađan núna

Miđgarđsfréttir / 23. desember 2019

Helgihald Grindavíkurkirkju um jól og áramót

Miđgarđsfréttir / 19. nóvember 2019

Grindjánar komu fćrandi hendi í Víđihlíđ

Miđgarđsfréttir / 29. október 2019

Ţórkatla fćrir Víđihlíđ mannbrodda

Miđgarđsfréttir / 10. september 2019

Dagskrá Félags eldri borgara í Grindavík 2019/2020

Miđgarđsfréttir / 23. maí 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Miđgarđsfréttir / 3. maí 2019

Verulega góđ afkoma hjá Grindavíkurbć áriđ 2018

Miđgarđsfréttir / 21. mars 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ