Krakkakosningar í Laut

  • Lautarfréttir
  • 15. maí 2018

Það fer væntanlega ekki fram hjá neinum að kosningar eru á næsta leiti. Í ljósi þessa ákváðum við að efna til okkar eigin kosninga hér í Lautinni. Að sjálfsögðu fór fyrst fram prófkjör þar sem hvert barn á hverri heimastofu fyrir sig tjáði sig um hvað væri besti maturinn þeirra og þau vildu jafnframt að yrði á boðstólum í hádeginu. Niðurstöður hverrar heimastofu var síðan tekið saman og þeir 3-5 réttir sem fengu flest atkvæði heimastofunnar lenti á kjörseðlinum sem voru myndrænir. 

Nú að sjálfsögðu þurfti einnig að útbúa kjörkassa sem hver og ein heimastofa gerði og sumir útbjuggu meira að segja kjörklefa. Þegar allir voru búnir að kjósa þurfti að sjálfsögðu að telja atkvæðin en þau voru sett á blað upp á vegg þar sem sýnilegt var í stöplariti hvaða réttur vann kosninguna. Að því loknu skunduðu börnin með niðurstöðurnar til þeirra Láru og Vigdísar inn í eldhúsi og afhentu þeim formlega. 

Það var mjög skondið að enginn heimastofa var með eins niðurstöður en þær voru á þessa leið:
Hlíð – Píta
Hagi – Pylsa
Eyri – Hamborgari
Múli – Grjónagrautur
Garðhús – Pizza

Síðan í maí og júní verða þessir réttir á boðstólum og hefur Múlavalið þegar verið á boðstólum. Með þessu getum við með sanni sagt að við séum að vinna í anda Aðalnámskrá leikskóla sem og Námskrá Lautar en einn grunnþáttur menntunar er einmitt lýðræði og mannréttindi. Enn eins og svo oft áður erum við ekki að vinna með einn þátt menntunar en inn í þetta verkefni kemur stærðfræði, samvinna og svo margt annað. 

Börnin voru mjög áhugasöm og ánægð eins og myndirnar sýna. Fleiri myndir flokkaðar eftir heimastofum má finna á Facebook síðu Lautar


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Lautarfréttir / 13. október 2023

PMTO námskeiđ

Lautarfréttir / 21. september 2023

Nýr sandkassi tekinn í notkun í Laut

Lautarfréttir / 26. maí 2023

Bođađ verkfall

Lautarfréttir / 17. mars 2023

Engir bílar í lausagangi

Lautarfréttir / 16. mars 2023

Lesum saman

Lautarfréttir / 14. febrúar 2023

Skipulagsdagur miđvikudaginn 15 feb 08:00-12:00

Lautarfréttir / 18. nóvember 2022

Skipulagsdagur ţriđjudaginn 22 nóv

Lautarfréttir / 3. nóvember 2022

Bangsaspítalinn í Laut

Lautarfréttir / 25. október 2022

Bangsadagur í Lautinni

Lautarfréttir / 27. september 2022

Erum viđ ađ leita ađ ţér ?

Lautarfréttir / 22. september 2022

Foreldrafundur - ţriđjudaginn 27 sep

Lautarfréttir / 16. september 2022

Skipulagsdagur mánudaginn 19 sep

Lautarfréttir / 29. ágúst 2022

Lokađ kl.15:00 ţriđjudaginn 30.ágúst

Lautarfréttir / 17. ágúst 2022

Ađalnúmer óvirkt

Lautarfréttir / 10. ágúst 2022

Leikskóladagatal

Lautarfréttir / 4. júlí 2022

Sumarfrí

Lautarfréttir / 28. júní 2022

Laust starf viđ leikskólann Laut

Nýjustu fréttir

Bleikur dagur , föstudaginn 13.okt

  • Lautarfréttir
  • 11. október 2023

Laust starf viđ leikskólann Laut

  • Lautarfréttir
  • 29. ágúst 2023

Sumarfrí

  • Lautarfréttir
  • 5. júlí 2023

Sjóarinn síkáti - litagleđi

  • Lautarfréttir
  • 1. júní 2023

Lesum saman - fyrirkomulagiđ í Laut

  • Lautarfréttir
  • 17. mars 2023

Mömmu og ömmukaffi föstudaginn 17 feb kl.14:30

  • Lautarfréttir
  • 14. febrúar 2023

Pabba og afakaffi - Bóndadagur

  • Lautarfréttir
  • 17. janúar 2023

Gulur dagur - föstudaginn 4 nóv

  • Lautarfréttir
  • 3. nóvember 2022