Verkefniđ Jól í skókassa á leikskólanum Laut

 • Laut
 • 13. október 2016

Nemendur, foreldrar og starfsfólks leikskólans Lautar taka þátt í verkefninu Jól í skókassa í þriðja sinn og köllum við eftir framlögum frá þeim sem vilja taka þátt í þessu verkefni með okkur. Hægt er að koma með skókassa, hluta af gjöfum sem á að fara skókassann, og eða pening niður á leikskóla á skrifstofu leikskólastjóra. Munum máltakið: Margt smátt gerir eitt stórt. Skilafrestur til okkar er til og með 21.október.

HVERNIG Á AÐ GANGA FRÁ SKÓKASSANUM?

1. Finnið tóman skókassa og pakkið honum inn í jólapappír. Athugið að pakka lokinu sérstaklega inn þannig að hægt sé að opna kassann. Hægt er að nálgast skókassa í skóbúðum og mælt er með að fólk tryggi sér kassa í tæka tíð.
2. Ákveðið hvort gjöfin sé ætluð fyrir strák eða stelpu og fyrir hvaða aldur: (3-6), (7-10), (11-14) eða (15-18). Hér til hægri á síðunni má finna tilbúinn merkimiða. Klippið miðann út, merkið við réttan aldursflokk og límið ofan á skókassann.
3. Setjið 500-1.000 krónur í umslag og leggið efst í kassann. Peningurinn er fyrir kostnaði sem fylgir verkefninu.
4. Lokið kassanum með því að setja teygju utan um hann

GJAFIR Í SKÓKASSANA

Í kassann skal setja a.m.k. einn hlut úr hverjum eftirtalinna flokka:
• Leikföng, t.d. litla bíla, bolta, dúkku, bangsa eða jó-jó. Athugið að láta auka rafhlöður fylgja rafknúnum leikföngum.
• Skóladót, t.d. penna, blýanta, yddara, strokleður, skrifbækur, liti, litabækur eða vasareikni.
• Hreinlætisvörur. Óskað er eftir því að allir láti tannbursta og tannkrem í kassann sinn. Einnig má setja sápustykki, greiðu, þvottapoka eða hárskraut.
• Sælgæti, t.d. sleikjó, brjóstsykur, pez, tyggjó eða karamellur.
• Föt, t.d. húfu, vettlinga, sokka, trefil, bol eða peysu

HVAÐ MÁ EKKI FARA Í SKÓKASSANA?

• Mikið notaðir eða illa farnir hlutir.
• Matvara.
• Stríðsdót, t.d. leikfangabyssur, leikfangahermenn eða hnífar.
• Vökvar, t.d. sjampó, krem eða sápukúlur.
• Lyf, t.d. vítamín, hálsbrjóstsykur eða smyrsl.
• Brothættir hlutir, t.d. speglar eða postulínsdúkkur.
• Spilastokkar. Þar sem spilastokkar eru tengdir fjárhættuspilum í Úkraínu, óskum við eftir að þeir séu ekki gefnir í skókassana

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Lautarfréttir / 6. janúar 2021

Breyting á gjaldskrá

Lautarfréttir / 8. desember 2020

Ćvintýraferđ í Lautinni

Lautarfréttir / 30. nóvember 2020

Starfsmannafundur á morgun ţriđjudag 1.des kl.15:00

Lautarfréttir / 17. nóvember 2020

Skipulagsdagur fimmtudaginn 19 nóv

Lautarfréttir / 3. nóvember 2020

Fyrirkomulag frá og međ 4.nóvember

Lautarfréttir / 22. október 2020

Vöndum okkur í fataherbeginu

Lautarfréttir / 16. október 2020

Lestrarátak og Lćsisstefna

Lautarfréttir / 8. október 2020

Kćru foreldrar

Lautarfréttir / 1. október 2020

Starfsmannafundur ţriđjudaginn 6 okt

Lautarfréttir / 23. september 2020

Nú tökum viđ okkur á !!!!!!!!1

Lautarfréttir / 8. september 2020

Foreldrafundi aflýst

Lautarfréttir / 29. júní 2020

Drullumalladagur

Lautarfréttir / 11. júní 2020

Sól sól skín á mig - sólarvörn

Lautarfréttir / 9. júní 2020

Starfsmenn frá vinnuskólanum í Laut

Lautarfréttir / 22. maí 2020

Starfsdagur 27 maí og 4 júní

Lautarfréttir / 11. maí 2020

Lauts störf viđ leikskólann Laut

Lautarfréttir / 6. maí 2020

Kurs języka islandzkiego

Nýjustu fréttir

Jólasamvera í Laut

 • Lautarfréttir
 • 9. desember 2020

Jólahurđir í Laut

 • Lautarfréttir
 • 30. nóvember 2020

Gjöf frá Foreldrafélagi Lautar

 • Lautarfréttir
 • 27. nóvember 2020

Afsláttur af leikskólagjöldum um jólin

 • Lautarfréttir
 • 9. nóvember 2020

Skipulagsdagur á morgun ţriđjudaginn 3 nóv

 • Lautarfréttir
 • 2. nóvember 2020

Malbikunarframkvćmdir á bílastćđi og Dalbraut

 • Lautarfréttir
 • 21. október 2020

Bleikur dagur föstudaginn 16

 • Lautarfréttir
 • 15. október 2020

Ađgengi foreldra í Laut

 • Lautarfréttir
 • 5. október 2020

Lestrarátak október - Lína langsokkur

 • Lautarfréttir
 • 29. september 2020

Starfsdagur ţriđjudaginn 15 sep

 • Lautarfréttir
 • 8. september 2020