Um 38% meiri afla hefur verið landað í Grindavíkurhöfn fyrstu tvo mánuði ársins miðað við sama tímabil árið 2020. Landað var um 6744 tonnum janúar og febrúar í fyrra en 9314 fyrir sama tímabil í ár. Mismunur milli ára er því um 2569 tonn. Augljóslega hafa veiðar gengið vel þrátt fyrr óveðurskaflann í lok febrúar mánuðar. Þá hefur heldur dregið úr afla línubátanna vegna loðnu á veiðisvæðunum.