Ný innsiglingarbauja

  • Höfnin
  • 23. desember 2020
Ný innsiglingarbauja

Þann í byrjun október kom til Grindavíkurhafnar ný bauja sem setja á við innsiglingarenda hafnarinnar. Um er að ræða alveg nýja tegund bauju sem útbúin er sérstökum AIS staðsetningarbúnaði. 

Það var fallegt veður en vindasamt þegar ný innsiglingabauja var flutt niður að höfn í byrjun október. Í kjölfarið átti síðan að fara á hafnsögubátnum og festa baujuna niður við innsiglingarendann. 

Bauja  með staðsetningarbúnaði
Nýja baujan er eina innsiglingabaujan við höfn á Íslandi sem er útbúin AIS staðsetningarbúnaði. Mikið öldurrót getur verið á þessu svæði en vonir standa til að hún sé það sterklega byggð að hún þoli það ölduálag sem á hana mun verða. Sigurður Kristmundsson, hafnarstjóri segir þessa endurnýjun bauju verða sjófarendum til mikils gagns og muni vonandi auka öryggi þeirra. 

Aðal þorsklöndunarhöfnin
Grindavíkurhöfn er ein umsvifamesta fiskihöfn landsins. Frá árinu 1982 hefur að meðaltali verið landað í Grindavíkurhöfn mestum þorsk allra hafna á landinu. „Það er engin höfn sem skákar okkur þar“. Sigurður segir að stundum komi það upp að aðrar hafnir séu að landa meiri þorski, stöku sinnum, það séu þær hafnir sem njóta góðs af því að okkar bátar séu að landa þar. „Við erum þorsklöndunarhöfnin á Íslandi“. Hann segir að meðaltal löndunar þorsks á ári yfir sama tímabil séu 17.000 tonn í Grindavík á meðan Reykjavík og Akureyri séu með 16.000 tonn. 

Miklar framkvæmdir hafa verið í gangi undanfarin á við höfnina. Allt er þetta gert til að bæta þjónustu og aðgengi þeirra skipa sem hér landa aflanum.  Sigurður segir þrýsting bæjaryfirvalda og hafnarstjórna í gegnum tíðina hafa skilað sér með miklum endurbótum. 

Bið eftir bauju á enda
Sigurður segir að búið sé að bíða lengi eftir nýrri bauju. „Það var bauja þarna fyrir nokkrum árum síðan. En þessi er með sérstöku staðsetningartæki og mun koma fram á sjókortum en þetta hefur aldrei verið gert áður á Íslandi.” Sigurður segir að ef baujuna rekur aðeins undan þeim punkti sem hún er staðsett á sé hægt að mæla og sjá nákvæmlega rétta staðsetningu með AIS kerfinu. 

 


Deildu þessari frétt

Nýjustu fréttir

Túnfiskur í voðina

  • Höfnin
  • 14. september 2022

Ölduduflið komið á sinn stað

  • Höfnin
  • 20. janúar 2022

Jólakveðja Grindavíkurhafnar

  • Höfnin
  • 23. desember 2021

Öldumælingaduflið slitnaði upp

  • Höfnin
  • 13. janúar 2022

Landanir í október

  • Höfnin
  • 3. nóvember 2021

Landaður afli í september

  • Höfnin
  • 3. október 2021

Landaður afli í ágúst 2021

  • Höfnin
  • 20. september 2021