Myndband: Vel gekk a­ leggja var­skipinu ١r

 • H÷fnin
 • 10. febr˙ar 2020
Myndband: Vel gekk a­ leggja var­skipinu ١r

Varðskipið Þór kom um hádegið í dag til hafnar í Grindavík. Þetta er í fyrsta sinn sem skipið kemur til hafnarinnar en það lagðist að bryggju við Miðgarð. Veður var með þokkalegasta móti, þó kalt hafi verið en vel gekk að sigla skipinu inn að sögn Páls Geirdals, skipherra. 

Tilgangur með komu Þórs til Grindavíkurhafnar er að prufukeyra, í samvinnu við HS Veitur og Grindavíkurhöfn, landtenginu við skipið í spennistöð og dreifikerfi HS Veitna sem staðsett er við Miðgarð ásamt því að skipstjórnendur máti sig í innsiglingu og höfn.

Um er að ræða æfingu ef til þess kemur að koma þurfi á varaafli ef rafmagn fer af sveitarfélaginu í lengri tíma. Varðskipið var jafnframt í fyrsta skipti nýtt sem hreyfanleg aflstöð þegar rafmagn fór af Dalvík í óveðrinu í desember en Þór getur flutt 2MW af rafmagni í land.

Stjórnendum bæjarins gafst kostur á að heimsækja skipið og kynna sér aðstæður en um borð í Þór er 18 manna áhöfn. 

Sigurður Kristmundsson, hafnarstjóri Grindavíkurhafnar sagði í samtalið við RÚV í hádeginu að heppilegt hefði verið að búið væri að laga Miðgarð þar sem skipið liggur. Búið sé að dýpka höfnina þannig að aðstæður nú séu mjög góðar.  
Sigurður segir að reikna megi með að hægt verði að sjá um helmingi bæjarins fyrir rafmagni og því sé um mikið öryggismál að ræða. Gott sé að vita til þess möguleikinn sé fyrir hendi. 

Meðfylgjandi myndir eru einstakar en þær tók Jón Steinar Sæmundsson sem heldur úti síðunni Bátar og bryggjubrölt á Facebook en þar má sjá mikið og veglegt myndasafn báta. Við þökkum Jóni Steinari kærlega fyrir notkun myndanna en fleiri myndir af komu Þórs má nálgast á Facebook síðu bæjarins. 


 


Deildu ■essari frÚtt

Nřjustu frÚttir

T˙nfiskur Ý vo­ina

 • H÷fnin
 • 14. september 2022

Íldudufli­ komi­ ß sinn sta­

 • H÷fnin
 • 20. jan˙ar 2022

Jˇlakve­ja GrindavÝkurhafnar

 • H÷fnin
 • 23. desember 2021

ÍldumŠlingadufli­ slitna­i upp

 • H÷fnin
 • 13. jan˙ar 2022

Landanir Ý oktˇber

 • H÷fnin
 • 3. nˇvember 2021

Landa­ur afli Ý september

 • H÷fnin
 • 3. oktˇber 2021

Landa­ur afli Ý ßg˙st 2021

 • H÷fnin
 • 20. september 2021