Tillaga að starfsleyfi Hafrannsóknarstofnunar að Stað í Grindavík

  • Höfnin
  • 8. apríl 2019
Tillaga að starfsleyfi Hafrannsóknarstofnunar að Stað í Grindavík

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir tilraunaeldisstöðvar Hafrannsóknarstofnunar að Stað í Grindavík. Hafrannsóknarstofnun hefur verið með starfs- og rekstarleyfi fyrir eldi á sjávar- og ferskvatnslífverum en sækir um aukningu í 50 tonn. Tillagan ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 5. apríl 2019 til og með 6. maí 2019 og gefst á þeim tíma tækifæri til að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.

Skipulagsstofnun mat það svo að framkvæmdin þyrfti ekki í mat á umhverfisáhrifum samkvæmt ákvörðun frá 12. mars 2019. Í niðurstöðu stofnunarinnar segir að fyrirhuguð stækkun  sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif með tilliti til eðlis framkvæmdarinnar, staðsetningar hennar og eiginleika hugsanlegra áhrifa hennar, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. rg. nr. 550/2018.

 Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 6. maí 2019.

Öll frekari gögn má sjá undir meðfylgjandi frétt af vef Umhverfisstofnunar hér. 


Deildu þessari frétt

Nýjustu fréttir

Túnfiskur í voðina

  • Höfnin
  • 14. september 2022

Ölduduflið komið á sinn stað

  • Höfnin
  • 20. janúar 2022

Jólakveðja Grindavíkurhafnar

  • Höfnin
  • 23. desember 2021

Öldumælingaduflið slitnaði upp

  • Höfnin
  • 13. janúar 2022

Landanir í október

  • Höfnin
  • 3. nóvember 2021

Landaður afli í september

  • Höfnin
  • 3. október 2021

Landaður afli í ágúst 2021

  • Höfnin
  • 20. september 2021