Myndband: Sjór flæðir yfir hafnarbakka í Grindavíkurhöfn

  • Höfnin
  • 21. febrúar 2019
Myndband: Sjór flæðir yfir hafnarbakka í Grindavíkurhöfn

Mikill sjór gengur nú yfir hafnarbakka við Kvíabryggju í Grindavík og hafa kör flotið alla leið upp að pöllum við Kvikuna. Hæsta sjávarstaða er núna og mikið flóð og ganga öldur beint inn í höfnina. Sigurður Kristmundsson, hafnarstjóri sagði í samtali við heimasíðuna að mestu áhyggjurnar væru úti við Viðlagasjóðsbryggjuna, sem liggur austast. Verið er að vakta svæðið og eru menn í viðbragðsstöðu ef bátar losna frá bryggju. Bátur Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, Oddur V. Gíslason og hafnsögubáturinn Bjarni Þór, eru í viðbragðsstöðu. Sigurður sagði ekkert hægt að leggja mat á tjón að svo stöddu. Meðfylgjandi myndar voru teknar nú í kvöld þegar flæddi yfir. 


Deildu þessari frétt

Nýjustu fréttir

Túnfiskur í voðina

  • Höfnin
  • 14. september 2022

Ölduduflið komið á sinn stað

  • Höfnin
  • 20. janúar 2022

Jólakveðja Grindavíkurhafnar

  • Höfnin
  • 23. desember 2021

Öldumælingaduflið slitnaði upp

  • Höfnin
  • 13. janúar 2022

Landanir í október

  • Höfnin
  • 3. nóvember 2021

Landaður afli í september

  • Höfnin
  • 3. október 2021

Landaður afli í ágúst 2021

  • Höfnin
  • 20. september 2021