Menningarvikan á bókasafninu

  • Bókasafnsfréttir
  • 5. mars 2018
Menningarvikan á bókasafninu

Menningarvikan byrjar um næstu helgi og dagskráin á bókasafninu lofar góðu. Bókasafnið er virkur þátttakandi í Menningarviku og verða fjölbreyttir viðburðir í boði, bæði á safninu sjálfu sem og samstarfsverkefni safnsins og aðila í bænum. Dagskrá bókasafnsins í Menningarviku má sjá í heild sinni hér að neðan:

Mánudagur 12. mars
Fyrst má nefna ljósmyndanámskeið fyrir börn frá 10-16 ára sem haldið verður 12. mars kl. 14:00-17:00. Námskeiðið er 3 tímar og afraksturinn verður sýndur á sérstakri sýningu í tengslum við Sjómannadaginn í sumar. 
I-padar verða notaðir til að taka myndir og vinna með þær að einhverju leiti. Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið fyrir 8. mars á netfanginu bokasafn@grindavik.is eða hjá Andreu á bókasafninu.
Námskeiðið er haldið af Vigdísi Viggósdóttur í samvinnu við bókasafnið.

Miðvikudagur 14. mars
Sævar Helgi Bragason kemur til okkar miðvikudaginn 14. mars kl. 20:00 og mun fræða okkur um himingeiminn. Sævar kom líka til okkar á bókasafninu í fyrra og þá var fullt út úr dyrum og allir fóru heim með margvíslega nýja þekkingu í farteskinu. 

Í fyrirlestrinum nú ætlar hann að fjalla um stjörnuhimininn, velta því fyrir sér hvað sést fyrir ofan okkur, hann fjallar um stærð stjarnanna og hve langt í burtu þær eru ásamt mörgu öðru skemmtilegu og fróðlegu. Allir þeir sem eru forvitnir um óravíddir himingeimsins láta sig ekki vanta á þennan spennandi fyrirlestur og kynningu. Ef veður leyfir verður kannski hægt að setja upp sjónaukann hans Sævars Helga og virða fyrir sér öll þau undir sem bíða okkar þegar við skoðum himingeiminn. 

Sævar Helgi er með B.Sc. – gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands auk þess að vera formaður stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og ritstjóri Stjörnufræðivefsins og geimurinn.is. Hann er kennari í Háskóla unga fólksins, Háskólalestinni og Vísindasmiðju Háskóla Íslands auk þess sem hann kennir í framhaldsskólum. 
Aðgangur er ókeypis.

Fimmtudagur 15. mars
Fimmtudaginn 15. mars verða hádegistónleikar á vegum tónskólans, þar sem nemendur tónskólans leika fyrir gesti og gangandi. Tónleikarnir hefjast kl. 11:30 og standa í um klukkustund. Leikið verður á klassískan gítar, þverflautur og fiðlur.

Á fimmtudagskvöldið verður dagskrá safnsins reyndar haldin á Bryggjunni og munu Már Jónsson sagnfræðingur og Dr. Birna Bjarnadóttir koma til okkar. 
Már kynnir bókina „Þessi sárafátæka sveit“ sem Grindavíkurbær gefur út. Bókin fjallar um stöðu þrjátíu og tveggja einstaklinga sem létust í Grindavík og Krísuvík á tímabilinu 1774–1824, helmingurinn konur og helmingurinn karlar. Aðstæður fólks voru fábreyttar á þessum árum og tækifærin fá, en hópurinn engu að síður fjölbreyttur og aldursbilið frá þrítugu fram yfir sjötugt.

Það er okkur öllum hollt að þekkja fortíð heimabyggðarinnar og þessari bók er ætlað að auk þekkingu okkar á lífsháttum og menningu íbúa í Grindavíkurhreppi áður en uppgangur atvinnulífs hófst fyrir alvöru undir lok 19. aldar og lauk með þeirri almennu velsæld sem nú blasir við í bænum.
Bókin verður til sölu á meðan á fyrirlestrinum stendur og verðið er 3.200 krónur. Aðeins verður tekið við peningum.

Dr. Birna Bjarnadóttir er sérfræðingur í verkum Guðbergs Bergssonar og kynnir hún nýtt ritverk tengt Guðbergi og skrifum hans. Í ritinu hefur verið safnað saman greinum héðan og þaðan úr heiminum sem eiga það sammerkt að fjalla um verk Guðbergs á einn eða annan hátt. Lesið verður upp úr bókinni og býðst þeim er viðburðinn sækja að kaupa bókina í forsölu og fá þeir nafn sitt prentað í bókina, sem gert er ráð fyrir að komi út í sumar. Aðeins verður tekið við peningum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Bókasafnsfréttir / 4. janúar 2023

Gjaldskrá bókasafns Grindavíkur 2023

Bókasafnsfréttir / 9. maí 2022

Nýtt bókasafnskerfi!

Bókasafnsfréttir / 2. september 2021

Haustdagskrá menningarhúsanna í Grindavík 2021

Bókasafnsfréttir / 1. júlí 2021

Grindavíkurmćr sigursćl í Sögum

Bókasafnsfréttir / 16. júní 2021

BMX brós viđ bókasafniđ í dag

Bókasafnsfréttir / 9. júní 2021

Sumarlestur bókasafnsins

Bókasafnsfréttir / 1. júní 2021

Przydatne informacje w języku polskim

Bókasafnsfréttir / 27. apríl 2021

Dr. Bćk á bókasafninu!

Bókasafnsfréttir / 23. mars 2021

Afgreiđslutími í Dymbilviku

Bókasafnsfréttir / 8. febrúar 2021

Vasaljósalestur

Bókasafnsfréttir / 6. október 2020

Bókasafniđ á tímum COVID-19

Bókasafnsfréttir / 30. september 2020

Sögur - Heimurinn ţinn

Bókasafnsfréttir / 8. júní 2020

Sumartími á bókasafni

Bókasafnsfréttir / 27. apríl 2020

Opnum á ný 4. maí

Bókasafnsfréttir / 18. mars 2020

Rafbókasafniđ

Bókasafnsfréttir / 13. mars 2020

Tilkynning vegna COVID-19

Bókasafnsfréttir / 6. mars 2020

Uppfćrt! Verkfalli aflýst!

Bókasafnsfréttir / 5. janúar 2020

Breyttur afgreiđslutími 10.-31. janúar


Nýjustu fréttir

Laus störf: Starfsmađur á Bókasafni Grindavíkur

  • Bókasafnsfréttir
  • 31. janúar 2023

Kynhlutlaust mál og hlutlaus persónufornöfn

  • Bókasafnsfréttir
  • 10. nóvember 2022

Rithöfundakvöld í Kvikunni

  • Bókasafnsfréttir
  • 6. desember 2021

Sumarlestri lokiđ

  • Bókasafnsfréttir
  • 16. ágúst 2021

Tónlistarsmiđja, sirkusnámskeiđ og sumarlestur

  • Bókasafnsfréttir
  • 18. júní 2021

BMX brós í Grindavík 16. júní

  • Bókasafnsfréttir
  • 14. júní 2021

Sumariđ 2021 í menningarhúsunum í Grindavík

  • Bókasafnsfréttir
  • 18. maí 2021

Lífsins litir

  • Bókasafnsfréttir
  • 14. apríl 2021

Tilslakanir á sóttvarnarreglum

  • Bókasafnsfréttir
  • 2. mars 2021

Afgreiđslutími um jól og áramót

  • Bókasafnsfréttir
  • 8. desember 2020