Rafbókasafniđ

  • Bókasafnsfréttir
  • 6. desember 2017
Rafbókasafniđ

Rafbókasafnið

  • Rafbókasafnið byggir á OverDrive rafbókaveitunni.
  • Þú þarft gilt bókasafnskort og PIN-númer hjá Bókasafni Grindavíkur. 
  • Þú skráir þig inn á Rafbókasafnið með strikamerkisnúmeri á bókasafnskortinu þínu (GE-númeri) og PIN-númeri. PIN-númerið er það sama og þú notar á leitir.is og í sjálfsafgreiðsluvélinni okkar. 
  • Þú getur einnig skráð þig inn með Facebook eða sérstökum OverDrive-aðgangi en til þess að fá lánað þarftu að gefa upp GE-númer og PIN í fyrsta skipti sem það er gert.
  • Þú getur valið hvort þú færð bók að láni í 7, 14 eða 21 dag.
  • Þú getur haft 5 bækur að láni í einu og sett inn 7 frátektir.
  • Bók sem hefur verið tekin að láni skilast sjálfkrafa að lánstíma liðnum og því er engin hætta á dagsektum.  Auðvitað er líka hægt að skila fyrr.
  • Hægt er að lesa rafbækur eða hlusta á hljóðbækur frá Rafbókasafninu í vafra í tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum og því er ekki nauðsynlegt að hlaða niður neinum forritum til þess.
  • Viljir þú lesa eða hlusta án þess að vera nettengd(ur) þarftu að ná þér í OverDrive appið, Libby appið eða Adobe Digital Editions forritið og hlaða bókinni niður.

OverDrive appið

  • OverDrive appið er fáanlegt fyrir iPhone®, iPad®, Android, Chromebook, Windows Phone, Windows 8 & 10, Kindle Fire HD og má nálgast t.d. í veiðeigandi veitum svo sem Play Store og App Store.  Lesa má nánar um appið og sækja það á  http://app.overdrive.com/.

Libby appið

  • Libby appið er fáanlegt fyrir iPhone®, iPad®, Android, Chromebook, Windows Phone, Windows 8 & 10, Kindle Fire HD og má nálgast t.d. í veiðeigandi veitum svo sem Play Store og App Store.  Lesa má nánar um appið og sækja það á  https://meet.libbyapp.com/.

Lesbretti

  • Hægt er að lesa bækur Rafbókasafnsins á þeim lesbrettum sem notast við ePub formið.  Þetta eru flestar gerðir lesbretta aðrar en Kindle.  Ekki er hægt að lesa bækur Rafbókasafnsins í Kindle lesbrettum að Kindle Fire undanskildu.
  • Ef ætlunin er að lesa rafbók á lesbretti þarf að stofna Adobe ID-aðgang og hlaða niður Adobe Digital Editions forritinu á tölvu.
  • Bókinni er svo hlaðið niður í Adobe Digital Editions og færð þaðan yfir á lesbrettið.

Hafa samband

  • Ef þú hefur einhverjar spurningar eða ábendingar varðandi Rafbókasafnið sendur þá póst á bokasafn@grindavik.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR

Bókasafn


Nýjustu fréttir

Kynhlutlaust mál og hlutlaus persónufornöfn

  • Bókasafnsfréttir
  • 10. nóvember 2022

Rithöfundakvöld í Kvikunni

  • Bókasafnsfréttir
  • 6. desember 2021

Haustdagskrá menningarhúsanna í Grindavík 2021

  • Bókasafnsfréttir
  • 2. september 2021

Tónlistarsmiđja, sirkusnámskeiđ og sumarlestur

  • Bókasafnsfréttir
  • 18. júní 2021

BMX brós viđ bókasafniđ í dag

  • Bókasafnsfréttir
  • 16. júní 2021

BMX brós í Grindavík 16. júní

  • Bókasafnsfréttir
  • 14. júní 2021

Sumarlestur bókasafnsins

  • Bókasafnsfréttir
  • 9. júní 2021

Sumariđ 2021 í menningarhúsunum í Grindavík

  • Bókasafnsfréttir
  • 18. maí 2021

Dr. Bćk á bókasafninu!

  • Bókasafnsfréttir
  • 27. apríl 2021

Lífsins litir

  • Bókasafnsfréttir
  • 14. apríl 2021