Menningarvika á miđvikudegi: Grindavíkurkvöld, bćjarsýning og ljósmyndanámskeiđ

  • Bókasafnsfréttir
  • 16. mars 2016
Menningarvika á miđvikudegi: Grindavíkurkvöld, bćjarsýning og ljósmyndanámskeiđ

Ýmislegt verður um að vera á miðvikudegi Menningarvikunnar. Leikskólarnir fá góða heimsókn, Grindavíkurkvöld á vegum bókasafnsins er í Gjánni, námskeið á vegum Gallerí Spuna, opin kóræfing, bæjarsýning á árshátíðarleikriti grunnskólans, ljósmyndanámskeið í Þrumunni en því miður fellur niður matreiðslunámskeið vegna veikinda.

Miðvikudagur 16. mars

Kl. 08:00 Morgunjóga í Hópsskóla. Hvetjum gesti og gangandi til að líta við og taka þátt.

Kl. 09:00-11:00 Maxímús Músíkúsarkemur í heimsókn í Laut og Krók til að skemmta leikskólabörnum landsins og kynna fyrir þeim töfraheim tónlistarinnar. Maxímús Músíkús er án efa frægasta tónlistarmús landsins og 
gefnar hafa verið út fjórar bækur um Maxa þar sem hann lendir í hinum ýmsu tónlistarævintýrum. Kl. 9:15 á Laut, kl. 10:15 á Króki. 

Kl. 10:00-18:00 Bókasafnið í Iðu, Ásabraut 2. Málverkasýning. Fannar Þór Bergsson leirlistamaður og eigandi Leira meira, verður með sýningu á fígúrum sem hann hefur leirað og tengjast þær allar teiknimyndum á einn eða annan hátt. Popplistamaðurinn Hjalti Parelíus verður með sýningu á myndum sínum og verða einhverjar þeirra til sölu ef fólk hefur áhuga á að næla sér í verk eftir einn af okkar áhugaverðustu samtíma lista-
mönnum.

Northern Light Inn. Málverkasýning Gunnellu. Guðrún Elín Ólafsdóttir sýnir verk sín en hún sækir efni mynda sinna í 
íslenska náttúru og sögu, þar sem íslenska bóndakonan skipar aðalhlutverkið.
Kl. 10:00-18:00 Verslunarmiðstöðin. Heilsuleikskólinn Krókur og Leikskólinn Laut sýna verk nemenda sinna: Kl. 12:00 
Grindavíkurkirkja. Hádegissamvera- bæna og fyrirbænastund, súpa og brauð, spjall og kaffi á eftir. Allir velkomnir.

Kl. 13:00-17:00 Verslunarmiðstöðin, 2. hæð (gamla bókasafnið). Yfirlitssýning á málverkum í eigu Grinda-víkurbæjar. Á meðal málara má nefna Gunnlaug Scheving, Jón Gunnarsson, Garðar Jökulsson, Einar Lár, Sossu, Sigurð Hallmarsson, Bjarna Jónsson, Kjartan Guðjónsson, Hring Jóhannesson, Höllu Har., Sigríði Rósinkrans o.fl.

Kl. 13:00-16:00 Myndlistasýning í Verkalýðshúsinu, Víkurbraut 46. Samsýning grindvískra málara. Anna María Reynisdóttir, Berta Grétarsdóttir, Lóa Sigurðardóttir, Sólveig Óladóttir og Þóra Loftsdóttir sýna verk sín sem þær hafa málað undanfarin misseri.

Kl. 13:30 Miðgarður. Minja- og sögufélagið stendur fyrir myndbandssýningu á viðtali sem Guðbergur Bergsson tók við Völu á Skála sem náði 100 ára aldri.

Kl. 14:00-16:00 Handverksfélagið Greip með sýningu á útskurði og málverkum í aðstöðu sinni að Skólabraut 8-10 (gömlu slökkvistöðinni) í nýjum sal. Allir velkomnir. 

Kl. 17:00-22:00 Framsóknarhúsið. Grindvíkingurinn Rúnar Þór Þórðarson með málverkasýningu en hann sýnir aðallega myndir af bátum og frá landslagi í Grindavík, hann málar bæði á striga og krossviðsplötur. Þetta er fyrsta einkasýning hans en áður hefur hann tekið þátt í samsýningum. 

18:00 Bílabíó. Minja- og sögufélagið með ljósmyndasýningu á gafli fisverkunarfyrirtækisins Þróttar á horni Ægisgötu og Verbrautar, beint á móti sýningarglugga Þorbjarnar hf. Myndasýningin mun rúlla á gaflinum frá kl. 18 og fram í birtingu. Blanda og eldri og nýrri myndum.

Gallery Spuna að Gerðavöllum 17 (handavinnuverslun í Grindavík) býður upp á Gimbu námskeið. Leiðbeinandi er Katrín Kristjánsdóttir frá Borðeyri. Þetta verða eru 3 skipti alls; 16. og 30. mars og 6. apríl. ca 2 - 2.5 klst í senn. Fjöldi nemenda sem teknir eru inn 8 - 10. Þátttaka skráist í Gallery Spuna, sími 424 6500 eða á netfangið info@galleryspuni.is. Verð pr. mann 18.500 kr.

Kl. 19:00-22:00 Ljósmyndanámskeið í félagsmiðstöðinni Þrumunni. Ljósmyndanámskeið fyrir nemendur frá 8. bekk og til 18 ára aldurs. Við setjum upp okkar eigið stúdíó og búum til sögur með myndum. Leiðbeinendur: Eygló Gísladóttir ljósmyndari og Móna Lea Óttarsdóttir listakona. Aðgangur er ókeypis. Skráning á námskeiðið hjá Jóhanni Árna í Þrumunni.

Kl. 19:00 Grindavíkurkirkja. Opin Kóræfing. Kór Grindavíkurkirkju telur nú um 20 manns og flytur fjölbreytt verk. Stjórnandi er Bjartur Logi Guðnason. Allir sem áhuga hafa á kórsöng eða kórstörfum eru velkomnir í heimsókn til að fylgjast með kórnum að störfum.

Kl. 20:00 Minja- og sögufélagið með opið hús á efri hæðinni í Kvennó. Heitt á könnunni.

Kl. 20:00 Gjáin í íþróttmiðstöðinni. Grindavíkurkvöld bókasafnsins. Tónlist, upplestur og gamanmál eins og Grindvíkingum einum er lagið. Á meðal þeirra sem koma fram eru Vísiskórinn, Agnar Steinarsson, Pálmar Örn Guðmundsson, Arney Sigurbjörnsdóttir, feðginin Dagbjartur og Guðrún Lilja, Tómas rafvirki og Guðjón Sveinsson og Sigurður Þ. Ingvason.
Kynnir: Andrea Ævarsdóttir, forstöðumaður bókasafnins. Ókeypis aðgangur. Grindvíkingar hvattir til að mæta.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Bókasafnsfréttir / 31. janúar 2023

Laus störf: Starfsmađur á Bókasafni Grindavíkur

Bókasafnsfréttir / 10. nóvember 2022

Kynhlutlaust mál og hlutlaus persónufornöfn

Bókasafnsfréttir / 6. desember 2021

Rithöfundakvöld í Kvikunni

Bókasafnsfréttir / 16. ágúst 2021

Sumarlestri lokiđ

Bókasafnsfréttir / 18. júní 2021

Tónlistarsmiđja, sirkusnámskeiđ og sumarlestur

Bókasafnsfréttir / 14. júní 2021

BMX brós í Grindavík 16. júní

Bókasafnsfréttir / 18. maí 2021

Sumariđ 2021 í menningarhúsunum í Grindavík

Bókasafnsfréttir / 14. apríl 2021

Lífsins litir

Bókasafnsfréttir / 2. mars 2021

Tilslakanir á sóttvarnarreglum

Bókasafnsfréttir / 8. desember 2020

Afgreiđslutími um jól og áramót

Bókasafnsfréttir / 6. október 2020

Bókasafniđ á tímum COVID-19

Bókasafnsfréttir / 30. september 2020

Sögur - Heimurinn ţinn

Bókasafnsfréttir / 8. júní 2020

Sumartími á bókasafni

Bókasafnsfréttir / 27. apríl 2020

Opnum á ný 4. maí

Bókasafnsfréttir / 18. mars 2020

Rafbókasafniđ

Bókasafnsfréttir / 13. mars 2020

Tilkynning vegna COVID-19

Bókasafnsfréttir / 6. mars 2020

Uppfćrt! Verkfalli aflýst!


Nýjustu fréttir

Sumariđ er á nćsta leiti!

  • Bókasafnsfréttir
  • 23. maí 2023

Gjaldskrá bókasafns Grindavíkur 2023

  • Bókasafnsfréttir
  • 4. janúar 2023

Nýtt bókasafnskerfi!

  • Bókasafnsfréttir
  • 9. maí 2022

Haustdagskrá menningarhúsanna í Grindavík 2021

  • Bókasafnsfréttir
  • 2. september 2021

Grindavíkurmćr sigursćl í Sögum

  • Bókasafnsfréttir
  • 1. júlí 2021

BMX brós viđ bókasafniđ í dag

  • Bókasafnsfréttir
  • 16. júní 2021

Sumarlestur bókasafnsins

  • Bókasafnsfréttir
  • 9. júní 2021

Przydatne informacje w języku polskim

  • Bókasafnsfréttir
  • 1. júní 2021

Dr. Bćk á bókasafninu!

  • Bókasafnsfréttir
  • 27. apríl 2021

Afgreiđslutími í Dymbilviku

  • Bókasafnsfréttir
  • 23. mars 2021

Vasaljósalestur

  • Bókasafnsfréttir
  • 8. febrúar 2021