Vinnuverndarnefnd

Vinnuverndarnefnd Grindavíkurbæjar (2016-2017): 

Stofnun Vinnuverndarvörður Vinnuverndartrúnaðarmaður
Grunnskólinn Ásabraut Daníel Júlíusson Halldóra Halldórsdóttir
Bæjarskrifstofa Siggeir Fannar Ævarsson  
Leikskólinn Laut Sigríður Guðmundsdóttir Hammer Þórhildur Ósk Ólafsdóttir
Íþróttamiðstöð
Bergsteinn Ólafsson
Þjónustumiðstöð/slökkvilið
Sigurður R. Karlsson
Grindavíkurhöfn   Valgerður S. Valmundsdóttir
Miðgarður/Túngata Ólafur Hafsteinsson
 
 

Netfang Vinnuverndarnefndar:

Hefur þú ábendingu til Vinnuverndarnefndar? Sendu upplýsingar á vinnuvernd@grindavik.is 
Allar upplýsingar sem berast eru meðhöndlaðar sem trúnaðarupplýsingar.

Vinnuverndartrúnaðarmenn
Vinnuverndartrúnaðarmenn skulu kosnir af starfsmönnum til tveggja ára í senn.

Vinnuverndarverðir
Vinnuverndarverðir eru skipaðir af atvinnurekanda til tveggja ára í senn.

Vinnuverndarnefnd 
Vinnuverndarnefnd skal taka til umfjöllunar mál er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
Nefndin kýs sér sjálf formann og ritara og skulu þeir til skiptis vera úr röðum öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða. Vinnuverndarnefndin heldur fundi að jafnaði einu sinni í mánuði yfir vetrartímann.

Helstu verkefni vinnuverndartrúnaðarmanna og vinnuverndarvarða eru að; 

- taka þátt í gerð áhættumats og fylgja því eftir ásamt atvinnurekanda
- kynna starfsmönnum þá áhættu, sem er á vinnustaðnum að því er varðar öryggi þeirra og heilsu, og sjá til þess að þeir fái nauðsynlega fræðslu og þjálfun
- fylgjast með að ekki viðgangist einelti á vinnustaðnum
- vélar og tæknibúnaður, hættuleg efni og starfsaðferðir stofni ekki lífi og heilsu starfsmanna í hættu
- gæta þess að persónuhlífar séu til staðar, í góðu ástandi og notaðar í samræmi við reglur
- fylgjast með að skráningu slysa, óhappa og atvinnusjúkdóma sé sinnt

Nánari upplýsingar eru í reglugerð nr. 920/2006 um vinnuverndarstarf á vinnustöðum. 


 Vinnuslys

Atvinnurekendum ber að tilkynna um öll slys þar sem starfsmaður verður óvinnufær í a.m.k. einn dag auk dagsins sem slysið varð.

 Eyðublað - Tilkynning um Vinnuslys

1. Eyðublaðið skal senda til viðkomandi umdæmisskrifstofu Vinnueftirlitsins í síðasta lagi viku eftir að slysið varð. Netfangið umdæmisskrifstofu: vestur@ver.is
2. Eitt eintak til slasaða / slösuðu.
3. Eitt eintak til fyrirtækis (forstöðumaður viðkomandi stofnunar) og þeirra sem starfa að vinnuvernd á vegum þess (vinnuvernd@grindavik.is )
4. Ath! Einnig þarf að tilkynna slysið á www.sjukra.is

Sjá nánari upplýsingar hér.

 Næstum-því-slys

Í forvarnarskyni er afar skynsamlegt að skrá niður næstum-því-slys og tilkynna þau til Vinnuverndar með því að fulla út eyðublaðið hér að neðan og senda á vinnuvernd@grindavik.is , eða afhenda það vinnuverndarfulltrúa/trúnaðarmanni á þínum vinnustað.

 Eyðublað - Tilkynning um næstum-því-slys


Fundargerðir Vinnuverndarnefndar:

 Fundur nr. 1 - 7. maí 2013

 Fundur nr. 2 - 5. júní 2013

 Fundur nr. 3 - 3. september 2013

 Fundur nr. 4 - 1. október 2013

  Fundur nr. 5 - 7. nóvember 2013

  Fundur nr. 6 - 3. desember 2013

  Fundur nr. 7 - 14. janúar 2014

  Fundur nr. 8 - 11. febrúar 2014

 Fundur nr. 9 - 11. mars 2014

 Fundur nr. 10 - 20. maí 2014

 Fundur nr. 11 - 11. nóvember 2014

 Fundur nr. 12 - 28. janúar 2015

 Fundur nr. 13 - 24. mars 2015

 Fundur nr. 14 - 19. maí 2015

 Fundur nr. 15 - 18. ágúst 2015

  Fundur nr. 16 - 6. október 2015

  Fundur nr. 17 - 24. nóvember 2015

  Fundur nr. 18 - 12. janúar 2016

  Fundur nr. 19 - 8. mars 2016

  Fundur nr. 20 - 24. apríl 2016

  Fundur nr. 21 - 31. maí 2016

  Fundur nr. 22 - 5. október 2016

  Fundur nr. 23 - 9. nóvember 2016

  Fundur 24. - 11. janúar 2017

  Fundur 25. - 1. mars 2017

Tenglar:

Vinnueftirlitið

Grindavík.is fótur