Vinnuskóli Grindavíkur

  • 5. júní 2023

Vinnuskóli Grindavíkurbæjar er starfræktur yfir sumarmánuðina, þ.e. júní, júlí og ágúst. Öll ungmenni í 8. - 10. bekk grunnskólanna sem eru með lögheimili í Grindavík geta sótt um starf í Vinnuskólanum. Einnig er 17 ára unglingum tryggð vinna yfir sumarið. Lengd vinnutímabils getur verið breytileg frá ári til árs.

Yfirflokkstjóri vinnuskólans sumarið 2023 er Páll Erlingur Pálsson. Netfang: pallp@grindavik.is. Öll erindi varðandi vinnuskólann, fyrir utan launamál, skal beina til hans.

Upplýsingar um launamál veitir Eggert Sólberg Jónsson sviðsstjóri- frístunda- og menningarsviðs. Netfang: eggert@grindavik.is.

Handbók Vinnuskólans sumarið 2023 er aðgengileg hér að neðan. Í handbókinni er að finna tímasetningar á vinnu hópanna, laun og hverfaskiptingu, upplýsingar um vinnutíma og þau leyfi sem skila þarf inn. 

Handbók vinnuskólans 2023

Verkleiðbeiningar - Útgáfa 2022


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR