Dagur íslenskrar náttúru

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 11. september 2012

Dagur íslenskrar náttúru er 16. september. Ber sá dagur upp á sunnudag en við í Grunnskólanum munum gera okkur dagamun miðvikudaginn 19. september með því að afhjúpa útilistaverk við skólann við Ásabraut. Í myndmennt og textíl hafa nemendur í 4.-6. bekk unnið að útilistaverkefni sem prýða mun græna grindverkið við Ásabrautina. Haft var að leiðarljósi að kynna ákveðnar íslenskar plöntur í því skyni að efla nemendur í að skoða og upplifa náttúruna í nágrenni okkar. Vakin var athygli nemenda á hvernig náttúrun okkar getur verið uppspretta í listum og hönnun. Lögð var áhersla á að opna augu nemenda í vettvangsferðum og benda einnig á varkárni og umhyggju fyrir viðkvæmri náttúru.

Verkefnið Orð af orði fléttaðist einnig inn í þannig að þegar upp er staðið byggir verkefnið m.a. á samþættingu í textíl, myndmennt, náttúrufræð, þjóðlegum fróðleik og íslensku. Mörgum nemendum þótti merkilegt að hægt væri að nota jurtirnar í te og að krækiberjalyng kallaðist einnig lúsalyng vegna þess að fólk trúði því að hægt væri að uppræta lús með því. Á myndunum sem hér fylgja má sjá nemendur vinna að listaverkunum.

Nánari upplýsingar um Dag íslenskrar náttúru má sjá hér http://www.umhverfisraduneyti.is/dagur-islenskrar-natturu-2012/dagskra/

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir