Grindavíkurliđiđ enn á sigurgöngu í körfunni.

  • Fréttir
  • 31. október 2006

Sigurganga Grindavíkurliđsins hélt áfram í kvöld ţegar Grindavík vann öruggan 32 stiga sigur á ÍR á heimavelli, 103-71.
 
ÍR var yfir eftir 1. leikhluta, 24-25 en eftir ţađ tók Grindavík öll völd á vellinum.  Í hálfleik munađi 12 stigum, 56-44 og eftir 3. leikhluta var stađan 78-55 og leikurinn endađi eins og áđur sagđi, 103-71. 

Allir fengu ađ spreyta sig og var m.a. gaman ađ sjá yngsta leikmanninn, Ólaf Ólafsson blokka glćsilega skot í vörninni og reyna svo í nćstu sókn ađ trođa yfir varnarmann ÍR en trođslan tókst reyndar ekki en gaman ađ sjá ađ sjálfstraustiđ er til stađar.
 
Steven Thomas styrkist međ hverjum leiknum og réđu ÍR-ingar akkurat ekkert viđ hann.  Steven skorađi 39 stig, reif niđur 11 fráköst og varđi 2 skot.  Frammistađan skilađi honum 47 stigum á leikvarpinu en í ţví er framlag leikmanna reiknađ út.  Sjá má leikvarpiđ og ađra tölfrćđi inn á www.kki.is

Paxel fyrirliđi skorađi 19 stig og tók 7 fráköst en fleiri komust ekki í 2-stafa tölu í stigaskorun sem segir allt sem segja ţarf, allir nema einn skoruđu.  Palli Kristins var nálćgt tvennunni, reif niđur 10 fráköst en vantađi 2 stig upp á tvennuna.  Adam Darboe var ekki langt frá ţví heldur međ 9 stig og 7 stođsendingar, flottur leikstjórnandi ţar á ferđ sem eins og Steven, styrkist međ hverjum leik.
 
Virkilega gaman var ađ fylgjast međ liđinu og ţađ er greinilega mjög góđur andi innan liđsins og menn hafa greinilega gaman ađ ţví sem ţeir eru ađ gera.
 
Búnir eru 4 leikir en ţeir hafa allir veriđ á móti minni spámönnum deildarinnar en á fimmtudagskvöldiđ fáum viđ tćkifćri á ađ sýna ađ viđ getum unniđ ţá stćrri líka en ţá sćkjum viđ Íslandsmeistara Njarđvíkur heim í Ljónagryfjuna.  Gaman verđur ađ sjá hvernig Steven tekst ađ eiga viđ Frikka Stef og Egil undir körfunni og ekki síđur hvernig ţeim tekst ađ eiga viđ Steven.
 
Áfram Grindavík!
 
Tekiđ af vef www.umfg.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun