Eigendaskipti á Hjólabarđaverkstćđinu

  • Fréttir
  • 27. ágúst 2012

Eigendaskipti urðu á dögunum á Hjólbarðaverkstæði Grindavíkur að Víkurbraut 17. Kristján Grétar Pétursson sem starfað hefur á verkstæðinu frá 16 ára aldri hefur keypt reksturinn af Hallgrími Bogasyni sem enn á húsnæðið.

 

„Ég byrjaði að vinna hér í aukavinna, á kvöldin og fram á nætur, þegar ég var 16 ára," segir Grétar sem fór svo í fullt starf nokkrum árum síðar. Hann hefur því unnið við fagið í 25 ár og þekkir þar hvern krók og kima og öll trixin í hjólabarðabókinni.

Reksturinn verður með svipuðu fyrirkomulagi, Grétar segir að helsta breytingin verði sú að hann sé einn núna og verði sinn eigin herra. Hann leggur mikið upp úr persónulegri og góðri þjónustu en hann getur þjónustað allan bílaflota Grindvíkinga, í öllum stærðum og gerðum. Þá er Grétar jafnframt með reiðhjólaþjónustu fyrir allar gerðir reiðhjóla.

 Mynd: Kristján Grétar á fullum krafti við að umfelga.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir