Vinabćjarheimsókn frá bćjarstjóra Piteĺ

  • Fréttir
  • 27. ágúst 2012

Piteå í Svíþjóð er vinabær Grindavíkur frá 1978. Vinabæjarsamskiptin hafa verið í lágmarki undanfarin ár en í næstu viku kemur Helena Stenberg bæjarstjóri Piteå og Gerd Savenstadt alþjóðafulltrúi í heimsókn til Grindavíkur og verða hér í þrjá daga.

 

Þær stöllur munu m.a. kynna sér starfsemi Grindavíkurbæjar og stofnana, heimsækja fyrirtæki og ýmsa aðila í bænum og verða viðstaddar afhendingu Umhverfisverðlauna 2012.  Þær munu jafnframt kynna sumarleika í Piteå.

Piteå er í norð-austur Svíþjóð og hefur verið vinabær Grindavíkur frá árinu 1978. Þar búa 41.000 manns. Piteå er þekktur sem ferðamannastaður. Þar eru baðstrendur og haldnir tónleikar, skemmtanir og ráðstefnur sem njóta mikilla vinsælda, bæði yfir sumar- og vetrartímann. Þarna er vinsælt að fara á skíði og skauta yfir vetrartímann og sleikja sólina yfir sumartímann. Þarna er einnig öflugt tónlistarlíf.

Heimasíða: www.pitea.se

Mynd: Helena Stenberg, bæjarstjóri í Piteå.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!