Ellefta tapiđ í sautján leikjum

  • Íţróttafréttir
  • 27. ágúst 2012

Grindavík tapaði sínum ellefta leik í sumar í Pepsideild karla þegar liðið beið lægri hlut fyrir ÍA á Akranesvelli 2-1. Grindavík er sex stigum frá öruggu sæti í deildinni þegar liðið á fimm leiki eftir og ef Fram vinnur KR í kvöld, eða gerir jafntefli, gæti bilið aukist í 7 eða 9 stig.

Skagamenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og komust yfir á 23. mínútu. Grindvíkingar voru mun sprækari í seinni hálfleik en Skagamenn komust í 2-0 gegn gangi leiksins. Scott Ramsey, sem kom inn á sem varamaður, minnkaði muninn úr glæsilegri aukaspyrnu undir lokin.

Guðjón: Það þarf kraftaverk
„Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikurinn en það voru ágætir kaflar í honum. Það var þungt að þurfa að tapa þessu. Við erum í erfiðri stöðu," sagði Guðjón Þórðarson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn við Vísi.

„Rétt áður en þeir komast í 2-0 erum við nálægt því að jafna leikinn en það gekk ekki. Annað markið þeirra var klaufa mark og það gerir það að verkum að við fáum ekkert út úr þessum leik.

„Það vantaði herslumuninn hjá okkur. Við fáum þrjú færi í fyrri hálfleik en ekkert þeirra testa Palla [Pál Gísla Jónsson] nógu vel. Það var þungt að sjá ekkert af færunum í seinni hálfleik enda í netinu. Markið hjá Scotty [Scott Ramsay] var gott en það var óeðlilegt að sjá okkur fá aukaspyrnu eftir brot á Tomi. Það nýttist en við vorum steinhissa, vissum næstum því ekkert hvað við áttum að gera.

„Það vantaði örlítið betri útfærslu í pressunni sem við erum að reyna að búa til, því fer sem fer. Við verðum að vera yfirvegaðari í stöðunum sem við fáum. Við sjáum að fyrsta markið þeirra fer í gegnum varnarmanninn og undir markmanninn, þannig þarf það að gerast. Það hefur ekki verið að gerast hjá okkur í langan tíma.

„Þú býrð til þína eigin heppni og við höfum ekki verið nógu öflugir í að búa hana til. Þetta verður erfiðara og erfiðara og ef við hefðum fengið úrslit hérna hefðum við náð að halda í við Selfoss og reynt að nálgast Framarana. Það er alveg ljóst að það þarf kraftaverk úr því sem komið er. Það er engin uppgjöf hjá mér og ég held að það sé ekki nein uppgjöf hjá strákunum. Þeir reyndu til þrautar en það vantaði herslumuninn," sagði Guðjón að lokum við Vísi.

Staðan er þessi:

1. FH 16 11 2 3 38:17 35
2. KR 16 9 3 4 31:21 30
3. ÍBV 16 8 3 5 28:14 27
4. ÍA 17 8 3 6 27:31 27
5. Stjarnan 17 6 8 3 35:31 26
6. Keflavík 16 7 3 6 27:23 24
7. Breiðablik 17 6 5 6 18:22 23
8. Fylkir 17 6 5 6 22:30 23
9. Valur 16 7 0 9 24:25 21
10. Fram 16 5 1 10 22:28 16
11. Selfoss 17 4 3 10 24:34 15
12. Grindavík 17 2 4 11 23:43 10

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir