Flagghúsið í Grindavík endurbyggt.

  • Fréttir
  • 30. október 2006

Einungis er eitt hús ennþá uppistandandi af verslunar­húsum Einars kaupmanns í Garðhúsum. Flagghúsið var áður íbúðarhús í Garðhúsum, byggt 1890 og síðar pakkhús við Einarsbúð. Í dag er þetta hús upphaf skipu­lagðrar byggðar í Grindavík, enda öll húsnúmer frá þessu húsi talin. Flagghúsið hefur gegnt marg­víslegum verkefnum meðal annars verið íbúðarhús, verbúð, samkomustaður, beitu­skúr, pakkhús, salthús, veiðafærageymsla og netaloft.  Auk þess er þarna sögusvið nóbels­verðlauna­skáldsins og leiksvið kvikmyndarinnar ?Sölku Völku?. Þarna er upp­spretta myndlistar málarans Gunnlaugs Scheving enda miðja margra mynda hans. Nafngift hússins er komin af flagg­stöng sem var á vesturgafli hússins. Þar voru sjómenn varaðir við ef aðgæslu var þörf á Járngerðar­staðarsundi. Þá var flaggað lóða­belgjum, einum, tveim eða þrem, eftir því hversu slæmt sundið var. Eins var verkafólk kallað til með flaggi þegar breiða átti saltfisk á þurrkreiti eða taka fisk saman.

Endurbygging.
Skipt var um þak, sperrur, bæði gólfin, fóttré og burðarbita bæði neðri- og efri hæðar, einnig var skipt um klæðningu og stóran hluta burðarvirkis í gafli og hliðum hússins. Grjóthleðslur sökkuls voru endurhlaðnar. Reynt var með sérstakri bæsun að ná lit og áferð nýrra viðarhluta sem líkastan gömlu viðarhlutunum. Húsið var einangrað að utan og klætt bárujárni líkt og áður var. Þannig eru inn­veggir húss­ins sýnilegir,  en  þeir  geyma  byggingar­lag  hússins og   sögu gengina kynslóða sem skráð er á veggi hússins. Útlit glugga og glugga­skipan verður upprunaleg. Sett verður flaggstöng á gafl hússins líkt og áður var.

Stefnt er að því að hýsa í Flagghúsi framtíðarinnar kram­búð með menningar- og sögutengda starfsemi sem sæmir merkri sögu hússins, byggðarlaginu,  komandi kyn­slóðum ómetanlegar minjar sem ekki má glata og þannig verða  þannig lifandi sýningarsalur.
 
Lengi hefur verið ljóst að Flagghúsið er verulegt menningar­­verðmæti sem ekki má glata og ber að varð­veita í uppruna­legri mynd.
Endurbygging Flagghússins hefur kosta verulegar fjár­hæðir og ekki á eins manns færi að standa straum að endurbyggingu þess.  Herslumuninn vantar enn til að klára húsið og gera fært í sýningarhæft stand.
 


Deildu þessari frétt

AÐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum að heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleðina með!

Fréttir / 2. apríl 2024

Aðstoð við fjármál