Samstarfssamningur meirihlutans lagđur fram og skipađ í nefndir

  • Fréttir
  • 23. ágúst 2012

Á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur í gær var lagður fram samstarfssamningur B-, G- og S- lista og skipan í nefndir og ráð á vegum Grindavíkurbæjar. Í fyrsta skipti var kosið í nefndirnar eftir nýjum sveitastjórnarlögum en þar skal m.a. vera kynjahlutfall. Fulltrúar B-, G- og S-lista eru sammála um að:

• B-listi skipi forseta bæjarstjórnar.
• G-listi skipi formann bæjarráðs.
• B-listi skipi formann hafnarstjórnar, félagsmálanefndar og kjörstjórnar.
• G-listi skipi formann fræðslunefndar ásamt formanni frístunda- og menningarnefndar.
• S-listi skipi formann skipulags- og umhverfisnefndar.
• B-listi skipi aðalmann í stjórn SSS en G-listi skipar varamann.
• S-listi skipi aðalmann í stjórn Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja en B-listi skipar varamann.
• G-listi skipar aðal- og varamann í stjórn HES.
• B-listi skipar aðalmann í stjórn menningarráðs Suðurnesja en G-listi skipar varamann.

Skipan í ráð, nefndir og stjórnir má sjá hér í fundargerð bæjarstjórnar. Þar má jafnframt sjá bókanir vegna meirihlutaskiptanna.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir