Kristinn ekur nýja flutningabílnum hjá Einhamri Seafood

  • Fréttir
  • 23. ágúst 2012

Fyrirtækið Einhamar Seafood ehf fékk afhenta nýja Scania flutningabifreið á dögunum. Bílstjóri félagsins er heiðursmaðurinn Kristinn B. Kristinsson. Á myndinni hér að ofan er hann hér glaðbeittur fyrir miðju ásamt tveimur starfsmönnum Kletts hf. við afhendingu flutningabifreiðarinnar.

Einhamar Seafood er fiskvinnslu - og útgerðarfélag hér í Grindavík og veitir 50 manns atvinnu og vinnur úr u.þ.b 4000 tonnum á ári.

Allir Grindvíkingar þekkja Kristin en hann vann í 30 ár sem reddari í Fiskanesi. Hann hefur gengið í gegnum ýmislegt í lífinu en lætur ekki deigan síga.

„Ég er svona að dunda við þetta í ellinni að keyra bílinn, ekki alveg í fullu starfi. Ég fer aðallega í ferðir á Keflavíkurvöll og svo eina og eina ferð út á land þegar ég nenni. Þetta er gríðarlega öflugur og flottur bíll," segir Kristinn.

Hann segist ekkert hafa unnið í tvö ár vegna veikinda nema að hann þeystist víða um á stóru mótorhjóli og gerir reyndar enn.

„Stefán í Einhamri hringdi í mig og bauð mér starfið. Það heldur í manni lífinu að vakna til einhvers á morgnana og hafa eitthvað fyrir stafni á daginn og ég er þakklátur fyrir það," sagði Kristinn í símaspjalli þar sem var staddur á Keflavíkurflugvelli á nýju flutningabifreiðinni að fara með fisk í fragtflug.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun