Mikil íţróttaiđkun ungmenna og lítil tölvunotkun

  • Fréttir
  • 22. ágúst 2012

Ár hvert er lögð fyrir könnun hjá nemendum í 8.-10.bekk grunnskólans þar sem lagðir er fyrir spurningar um hagi og líðan nemendanna. Á fundi frístunda- og menningarnefndar var farið yfir nýjustu könnunina sem gerð var fyrr á þessu ári.  Margt jákvætt kemur fram í skýrslu Rannsóknar og Greiningar, t.d. mikil íþróttaiðkun og lítil tölvunotkun. 

Nefndin lýsir þó yfir áhyggjum sínum yfir aukinni hassneyslu og munntóbaksnotkun á meðal nemenda í 8. - 10. bekk. Frístunda- og menningarnefnd felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að kynna niðurstöður fyrir íþróttahreyfingunni, stjórnendum og starfsmönnum grunnskólans, foreldrafélagi grunnskólans og öðrum þeim sem málið tilheyrir.

Könnunin verður jafnframt kynnt ítarlega í fréttabréfi bæjarins, Járngerði, sem kemur út fljótlega í september.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!