Enn ţyngist róđurinn

  • Fréttir
  • 20. ágúst 2012

Grindavík steinlá fyrir Selfyssingum í kvöld 4-0 í Pepsideild karla og situr í botnsætinu með 10 stig. Eftir ágæta byrjun var sem slökkt var í þeim gulklæddu þegar þeir lentu marki undir.

 

Selfoss hafði yfir 2-0 í hálfleik og síðan bættu gestirnir við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Liðið náði sér engan veginn á strik og framundan er erfiður róður þótt enn sé auðvitað von um að halda sætinu í deildinni. Liðið mátti greinilega illa við því að missa þrjá sterka leikmenn í leikbann.

„4-0 er náttúrulega alltof stórt tap. Okkur sárvantaði sigur hérna í dag og það að hann hafi ekki komið er alveg sorglegt. Við eigum bara skammir skilið fyrir þennan leik.Við förum inn í þennan leik vitandi það að þetta er svo gott sem úrslita leikur fyrir okkur í deildinni og það að við höfum ekki bara tapað honum heldur skíttapað honum er eitthvað sem við þurfum að fara að skoða," sagði Óskar Pétursson markvörður við Vísi.

„Mér fannst við byrja leikinn ágætlega náum að skapa okkur færi og gerðum það ágætlega í gegnum fyrri hálfleikinn en svo erum við alltof kærulausir varnarlega og erum að fá á okkur mörk sem við hreinlega gefum á silfurfati og það er eitthvað sem ekki má".

„Ég trúi því ekki að menn séu farnir að gefast upp, ég er allavega ekki búinn að gefast upp þó ég sé drullu fúll, þetta er ennþá möguleiki ég er ekki hættur fyrr en það er ekki tölfræðilegur möguleiki fyrir okkur að halda okkur uppi. En við ætlum að fara að girða okkur all heiftarlega í brók og ef menn gera það ekki sjálfir þá geri ég það fyrir þá", sagði Óskar hundfúll að leik loknum.

Staðan er þessi:

1. FH 14 10 2 2 36:14 32
2. KR 15 8 3 4 28:20 27
3. ÍBV 15 8 2 5 27:13 26
4. Keflavík 16 7 3 6 27:23 24
5. ÍA 15 7 3 5 24:28 24
6. Fylkir 16 6 5 5 22:29 23
7. Stjarnan 15 5 7 3 32:29 22
8. Breiðablik 16 6 4 6 17:21 22
9. Valur 16 7 0 9 24:25 21
10. Fram 16 5 1 10 22:28 16
11. Selfoss 16 4 2 10 23:33 14
12. Grindavík 16 2 4 10 22:41 10

Mynd/Víkurfréttir: Frá leiknum í kvöld.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!