Slitnar upp úr meirihlutasamstarfi

  • Fréttir
  • 16. ágúst 2012

Deilur um sölu á félagsheimilinu Festi urðu meðal annarra átakamála til þess að það slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Grindavík. Fulltrúar flokkanna hittust á fundi í gærkvöldi þar sem ljóst var að samstarfinu væri lokið.

Þetta kom fram á vef RÚV í gærkvöldi.

Oddvitar hvort tveggja Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks staðfestu meirihlutaslitin í samtölum við Ríkisútvarpið í gærkvöld. Guðmundur L. Pálsson, eini bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, sagði að deilur um sölu á félagsheimilinu Festi og átök um önnur mál hefðu orðið til þess að brestir hefðu verið komnir í samstarfið. Sjálfstæðismenn hefðu viljað berja í glæðurnar og treysta samstarfið. Þann vilja hefði hins vegar skort hjá framsóknarmönnum.

Bryndís Gunnlaugsdóttir, oddviti Framsóknarflokks, sagði að samstarfið hefði verið stirt í langan tíma. Einkum hefðu verið deilur innan meirihlutans um sölu Félagsheimilisins Festi og ágreiningur um þátttöku minnihlutans í störfum bæjarstjórnar. Komið hefði í ljós að flokkarnir tveir hefðu ólíka sýn á málefni og vinnubrögð og þess vegna hefði ekki verið forsenda fyrir áframhaldandi samstarfi. Hún sagði að Framsóknarmenn hefðu rætt við aðra flokka í Grindavík og kvaðst vona að nýr meirihluti yrði myndaður fyrir næsta fund bæjarstjórnar. Grindavíkurlisti á tvo menn í bæjarstjórn og Samfylkingin einn en Framsóknarflokkurinn er stærstur með þrjá bæjarfulltrúa.

Sjá frétt RÚV hér.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!