Steven Thomas bestur í 2. umferđ Iceland Express deild karla

  • Fréttir
  • 27. október 2006

Steven Thomas, bandaríski framherjinn hjá Grindavík, stóđ sig best í 2. umferđ Iceland Express deildar karla samkvćmt ţeirri viđamiklu tölfrćđi sem er tekin saman um leikmenn í leikjum hennar. Thomas fékk 43 í einkunn á leikvarpinu en sú einkunn er reiknuđ út á sama hátt og Efficiency jafnan í NBA-deildinni. Ţriđja umferđin hefst í kvöld međ fjórum leikjum og verđur spilađ í DHL-Höllinni í Vesturbćnum, á Ásvöllum í Hafnarfirđi, í Ljónagryfjunni í Njarđvík og í Ţorlákshöfn.

Steven Thomas hjálpađi Grindavík ađ vinna 95-85 sigur á Haukum en Grindavík hefur unniđ báđa leiki sína til ţessa á tímabilinu. Thomas var međ 24 stig, 23 fráköst og 4 varin skot í leiknum á móti Haukunum auk ţess ađ nýta 6 af 10 skotum sínum utan af velli og 12 af 15 vítum. Ţess má geta ađ Thomas tróđ fjórum sinnum í körfuna í leiknum og fiskađi alls 11 villur á leikmenn Hauka en hvorug ţeirrar tölfrćđi kemur ţó viđ sögu ţegar framlagsseinkunnin er reiknuđ út.

Tekiđ af vef www.kki.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!