Rósalind tekur ţátt í Óperuhátíđ

  • Fréttir
  • 13. ágúst 2012

Rósalind Gísladóttir óperusöngkona og kennari við Tónlistarskóla Grindavíkur tekur þátt í uppfærslu á óperunni Eugene Onegin sem sýnd verður í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ 24. og 26. ágúst nk.

Eftir mjög vel heppnaða uppfærslu á óperunni Toscu eftir Giacomo Puccini í Keflavíkurkirkju síðasta sumar, vaknaði sú hugmynd að stofna til árlegrar sumar óperuhátíðar í Reykjanesbæ. Þetta sumar bjóðum við upp á en stærri óperu uppfærslu en Tosca var auk hátíðlegs Óperuballs í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ.

Óperan sem flutt verður í sumar heitir „Eugene Onegin" og er eftir rússneska tónskáldið Pjotr Tschaikovsky við sögu Púskin. Óperan fjallar um ástir, vináttu og afbrýði sem endar með einvígi þar sem Onegin drepur vin sinn Lensky. Sagan hefst í sveitasælu og endar á hátíðlegu balli Gremins fursta í St. Pétursborg. Tónlistin er stórfengleg, rómantísk og lagræn. Sungin verður íslensk þýðing Þorsteins Gylfasonar á verkinu sem flutt var í Íslensku óperunni 1993. Einsöngvarar í sýningunni eru: Jóhann Smári Sævarsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Rósalind Gísladóttir, Viðar Gunnarsson, Dagný Jónsdóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Egill Árni Pálsson, Bragi Jónsson, Gunnar Kristmannsson og Sigurjón Jóhannesson. Leikstjórn verður í höndum Jóhanns Smára og tónlistarstjórn í höndum Antoniu Hevesi. 
Sýningar fara fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ.

Sjá nánar hér.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir