Benóný orđinn íţróttafulltrúi KKD Breiđabliks

  • Fréttir
  • 9. ágúst 2012

Grindvíkingurinn Benóný Harðarson skrifaði í gærkvöld undir samning við körfuknattleiksdeild Breiðabliks og tekur við sem íþróttafulltrúi deildarinnar. Í starfi íþróttafulltrúa felst meðal annars yfirumsjón yngri flokka hjá félaginu en miklu grettistaki hefur verið lyft hjá yngri flokkum Breiðabliks síðastliðið ár og er þessi ráðning liður í að gera enn betur. 

Frá þessu er greint í tilkynningu frá Blikum.

Iðkendum hafa boðist sumaræfingar í allt sumar og ljóst er að mikill áhugi var hjá ungviði Kópavogs að nýta sér þann möguleika enda æfði stór hluti iðkenda félagsins í sumar. Krakkarnir voru duglegir að mæta og sést það að sjálfsögðu best á þeim framförum sem þeir tóku í sumar.

Breiðablik ætlar sér að vera í fremstu röð í körfubolta á Íslandi á næstu árum og eru sumaræfingarnar og ráðning íþróttafulltrúa liður í því.

Æfingar hjá öllum yngri flokkum hefjast svo í lok ágúst og er öllum krökkum og unglingum sem búa í Kópavogi boðið að mæta og prófa þessa skemmtilegustu íþrótt landsins.

Benóný hefur starfað mikið í kringum körfuboltann í Grindavík m.a. sem þjálfari yngri flokka og sem starfsmaður deildarinnar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir