Halldóra skólastjóri full tilhlökkunar

  • Fréttir
  • 24. júlí 2012

Halldóra K. Magnúsdóttir tekur við sem skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur þann 1. ágúst næstkomandi en hún hóf störf við skólann 1. maí sl. Hún hefur staðið í ströngu við flutninga að undanförnu en hún keypti hús í Fornuvör og flutti þangað í síðustu viku ásamt sambýlismanni sínum, Unnari Þór Böðvarssyni.

Þegar heilsað var upp á Halldóru og Unnar Þór voru þau í óða önn að koma sér fyrir í nýja húsinu. Halldóru líst vel á samfélagið Grindavík, sér mörg tækifæri í skólastarfinu og hlakkar til að takast á við starfið. 

Halldóra starfaði sem aðstoðarskólastjóri um árabil, fyrst á Hvolsvelli þar sem grunnskólinn hlaut Íslensku menntaverðlaunin sem forseti Íslands veitir og síðan í eitt ár í Akurskóla í Reykjanesbæ.

Viðtal við Halldóru í tilefni þess að hún réði sig sem skólastjóra má lesa á hér en það birtst fyrst í Járngerði sem kom út í mars sl.

Mynd: Unnar Þór og Halldóra fyrir utan húsið sitt í Fornuvör sem þau festu kaup á.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir