Oddur V. Gíslason kallađur til Eyja

  • Fréttir
  • 19. júlí 2012

Björgunarbáturinn Oddur V. Gíslason frá Björgunarsveitinni Þorbirni var kallaður til Vestmannaeyja í morgun. Eldur kom upp í humarbátnum Maggý um sjö sjómílur suður af Stórhöfða í Vestmannaeyjum rétt eftir klukkan ellefu í morgun. Áhöfninni tókst að ráða niðurlögum eldsins en vélarrými bátsins fylltist af sjó.

Um tíma stóð tæpt en samstundis var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. Þá voru björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Þór í Vestmannaeyjum og Oddur V. Gíslason í Grindavík sem eru með dælur um borð, send á staðinn. Sjö eru í áhöfn Maggýjar og komust þeir allir í flotgalla. Fimm þeirra á leið í land. Tveir skipverjar eru enn um borð í bátnum sem Þór er nú með í togi. Þá er þyrla Landghelgisgæslunnar á staðnum.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!