Grindvíkingar hvattir til ađ taka ţátt í Unglingalandsmóti UMFÍ

  • Fréttir
  • 19. júlí 2012

Nú er búið að opna fyrir skráningar á Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Selfossi um verslunarmannahelgina 3.-5. ágúst, skráning er hafin og lýkur henni þann 29. júlí. Mótið er opið öllum unglingum frá 11 ára til og með 18 ára. UMFG vonast til að senda vaska sveit. Aðalstjórn UMFG hefur ákveðið að greiða helming keppnisgjaldsins hjá öllum sem skrá sig undir merkjum Ungmennafélags Grindavíkur.

Skráningarsíða mótsins er http://skraning.umfi.is/

Að þessu sinni keppt í:

Dansi
Fimleikum
Frjálsum íþróttum
Glímu
Golfi
Hestaíþróttum
Íþróttum fatlaðra
Knattspyrnu
Körfubolta
Motocrossi
Skák
Starfsíþróttum
sundi
og Taekwondo.

Einnig er vert að geta þess að það er hægt að skrá sig sem einstaklingur í boltagreinar eða búa til lið ef það eru nokkrir saman. Það má líka hringja í Bjarna Már Svavarsson, formann UMFG, í S:8917553 og fá frekari upplýsingar.

Aðalstjórn UMFG hefur ákveðið að greiða helming keppnisgjaldsins hjá öllum sem skrá sig undir merkjum Ungmennafélags Grindavíkur.

Fullt keppnisgjald er 6000.- kr og er hlutur UMFG því 3000 kr. Innifalið í keppnisgjaldi er tjaldstæði fyrir alla fjölskylduna um verslunarmannahelgina auk þess sem frítt er inná alla viðburði sem tengjast mótinu.

Þegar búið er að skrá á mótið er þá ýtt á hnapp sem stendur "ég greiði félaginu mínu" og eru allar bankaupplýsingar á þeirri sömu síðu.

Vonandi getum við sent fjölmennt lið á mótið að þessu sinni þar sem það er ekki langt að fara.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál