Grindavíkurbćr auglýsir eftir ráđgjafarţroskaţjálfi á félagsţjónustu- og frćđslusviđi

  • Fréttir
  • 20. júní 2012

Laus er til umsóknar 70% staða ráðgjafarþroskaþjálfa á félagsþjónustu- og fræðslusviði Grindavíkurbæjar.

Helstu verkefni:
• Annast faglega ráðgjöf og stuðning við forráðamenn og starfsfólk leik- og grunnskóla vegna nemenda með sérþarfir
• Ráðgjöf vegna gerð einstaklingsnámsskráa og eftirfylgd
• Vinna í þverfaglegum teymum nemenda með sérþarfir
• Skráning mála á félagsþjónustu- og fræðslusviði
• Eftirlit og ráðgjöf vegna daggæslu barna í heimahúsum
• Almenn ráðgjöf i málefnum fatlaðs fólks
• Aðstoð við seinfæra foreldra
• Umsjón með liðveislu fatlaðs fólks
• Umsjón með stuðningsfjölskyldum fatlaðra barna

 

Hæfniskröfur:
• Réttindi sem þroskaþjálfi samkvæmt lögum nr. 18/1978 um þroskaþjálfa
• Reynsla af þjónustu við fatlaða einstaklinga og fjölskyldur þeirra
• Reynsla af þverfaglegu samstarfi
• Reynsla eða þekking á starfi í leikskólum
• Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
• Þekking á OneSystems er æskileg


Laun samkvæmt kjarasamningi ÞÍ og Samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Staðan er veitt tímabundin til eins árs frá og með 1. ágúst 2012 til og með 31. júlí 2013 með möguleika á ótímabundinni ráðningu.

Upplýsingar um starfið veitir Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs í síma 420 1100. Umsóknir skulu sendar á netfangið nmj@grindavik.is eða á félagsþjónustu- og fræðslusvið Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, 240 Grindavík. Umsóknarfrestur er til 2. júlí 2012.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir