Sigruđu söngvakeppnina međ frumsömdu lagi

  • Fréttir
  • 18. júní 2012

Í gegnum árin hefur söngvakeppni barnanna verið einn af hápunktum skemmtunarinnar á 17. júní. Í ár var engin undantekning á því og alls voru sex atriði sem tóku þátt og hvert öðru betra. Eiga allir þátttakendur mikið hrós skilið fyrir að þora á sviðið og syngja fyrir framan fjölda fólks. Dómnefndinni beið erfitt hlutverk en komst þó að niðurstöðu að sigurvegarar í ár væru þær Karlotta og Stephanie sem sungu lagið „Ef ég ætti eina ósk" sem er frumsamið lag. Það voru þeir Friðfinnur og Andri sem spiluðu svo undir á gítar. Í verðlaun hlutu þau 5.000 kr. gjafabréf frá Salthúsinu.

Sigurvegarar söngvakeppninnar. Aníta Ósk (lengst t.v.) sem varð í 3. sæti.
Lance Leó (í bláa jakkanum) sem varð í 2. sæti og svo
Karlotta, Stephanie, Andri og Friðfinnur sem urðu í 1. sæti.

Unnur Þórarinsdóttir söng lagið "If I where a boy" með Beyoncé.

Hekla Nökkvadóttir söng lagið "Álfareiðin". Nökkvi bróðir hennar lék undir á gítar.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!