Dagskrá 17. júní

  • Fréttir
  • 17. júní 2012

17. júní hátíðarhöld í Grindavík verða að þessu sinni við Kvikuna, auðlinda- og menningarhús Grindvíkinga. Dagskráin verður fjölbreytt og sniðin fyrir börnin en að vanda ber söngvakeppni barna hæst.

Kl.10:00 Hátíðarguðsþjónusta í Grindavíkurkirkju.
• Sr. Elinborg Gísladóttir þjónar fyrir altari.
• Ræðumaður: Halldóra Kristín Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur
• Einsöngvari: Berta Dröfn Ómarsdótir.
• Ritningarlestra les Valgerður María Þorsteinsdóttir.
• Kór Grindavíkurkirkju leiðir söng undir stjórn Helgu Bryndísar Magnúsdóttur organista.
• Að lokinni guðsþjónustu verður boðið upp á kaffi og meðlæti.

Kl.14:00 Karamelluregn á Landsbankatúninu.

Kl.14:15 Skrúðganga frá Landsbankatúninu að Kvikunni. Gengið niður Ránargötu.

Kl.14:30 Skemmtidagskrá.
• Setning : Forseti bæjarstjórnar Bryndís Gunnlaugsdóttir flytur ávarp.
• Ávarp fjallkonu: Stefanía Margeirsdóttir.
• Danshópurinn The Dancing Queens
• Söngvakeppni 14 ára og yngri. (Forkeppni verður haldin í Kvennó föstudaginn 15. júní kl 18:00, skráning á staðnum).
• Brúðubíllinn
• Íþróttaálfurinn og Solla stirða mæta á staðinn.
• Ingó töframaður
• Trúðar mæta á svæðið 
• Hoppukastalar.
• Arctic Horses leyfa börnum að fara á hestbak.
• Kynnir: Víðir Guðmundsson.

Slysavarnarsveitin Þórkatla verður með sölu á ýmsu góðgæti, blöðrum og fánum.
Kvenfélag Grindavíkur verður með kaffisölu.

Dagskrárlok ca. kl. 17:00.

Kl. 20:30 Kvöldtónleikar í Kvikunni: Léttsveit TR. Sveitin spilar tónlist allt frá Big Band tímabilinu og í rokk og funk. Með sveitinni syngur söngkonan Díana Lind Monzon. Aðgangur ókeypis.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir