Sjálfsmatsskýrsla Grunnskóla Grindavíkur

  • Fréttir
  • 15. júní 2012

Skólastjórum grunnskóla ber að skila sjálfsmatsskýrslu í lok hvers skólaárs. Nú liggur hún fyrir og hefur þegar verið kynnt fræðslunefnd sem lýsti yfir ánægju með greinargóða skýrslu. Skýrslan (pdf.skjal -2MB) er gríðarlega umfangsmikil og sýnir að skólastarf snýst um fleiri hluti en beina kennslu í kennslustofum. Foreldrar eru hvattir til að kynna sér skýrsluna og komast þannig betur inn í hvað felst í skólastarfinu. Þannig gengur enn betur að efla samstarf heimilis og skóla.

Sjálfsmatsteymi Grunnskóla Grindavíkur hefur yfirumsjón með sjálfsmati skólans og fylgir eftir gerð umbótaáætlanna í samvinnu við skólastjóra og stjórnendur hverju sinni. Í vetur báru þær Guðrún Inga Bragadóttir og Sigríður Fjóla Benónísdóttir hita og þunga af þeirri vinnu ásamt Pálma Ingólfssyni skólastjóra. Einnig komu Stefanía Ólafsdóttir og Kristín Mogensen töluvert inn í vinnuna. Öllu þessu góða fólki eru þökkuð afar vel unnin störf.

Skýrsluna er hægt að nálgast hér. (pdf-skjal 2MB)


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!