Ljósmyndasýning Vigdísar

  • Fréttir
  • 12. júní 2012

Í tengslum við Sjóarann síkáta opnaði Vigdís Heiðrún Viggósdóttir ljósmyndasýningu á kaffihúsinu Bryggjunni sem vakið hefur mikla athygli. Yfirskrift sýningarinnar er MEÐ EIGIN AUGUM. Vigdís hefur nú útvíkkað sýninguna sína og sett upp nokkrar myndir í verslunarmiðstöðinni að Víkurbraut 62. Heiti þeirra mynda er VOR.

Á 50 ára afmæli sínu árið 2010 fékk Vigdís góða myndavél að gjöf, þá vaknaði áhugi á ljósmyndun og sótti hún um inngöngu í Ljósmyndaskólann ( Sissu og Leifs ) og hóf nám þar síðast liðið haust.
„Myndefni mitt er móðir náttúra, ég fanga formin í náttúrunni með Holgunni minni sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Holga er mjög einföld 120mm filmu plastmyndavél, hún lekur ljósi og bjagar fókusinn, þannig að myndirnar hafa draumkennda stemningu og gamaldags áferð," segir Vigdís.

Sýning Vigdísar á Bryggjunni verður opin til 30. júní en sýningin að Víkurbraut 62 verður opin eitthvað lengur fram á sumar.


Ein af myndum Vigdísar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir