Kvennahlaup ÍSÍ - hreyfing til fyrirmyndar

  • Fréttir
  • 12. júní 2012

Kvennahlaup ÍSÍ fer fram um allt land laugardaginn 16. júní n.k. Að venju verður hlaupið frá Sundlaug Grindavíkur kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 5 km og 7 km. Forskráning er hafin í sundlauginni. Skráningagjald er 1.250 krónur, bolur og verðlaunapeningur innifalinn. Verðinu er eins og áður stillt mjög í hóf til að gera sem flestum mögulegt að taka þátt.
Bolurinn í ár er rauður úr "dry fit" gæðaefni og er með V-hálsmáli. Fyrsta Kvennahlaup ÍSÍ var haldið 30. júní árið 1990.

Kvennahlaupið er tilvalinn vettvangur fyrir konur til að byrja holla og góða hreyfingu. Kvennahlaupið er ekki keppnishlaup. Auðvitað eru sumar konur sem taka þátt, í keppni við sjálfar sig og vilja ná betri árangri en síðast. Markmið með hlaupinu er hins vegar að vekja konur til umhugsunar um mikilvægi hollrar hreyfingar og útiveru. Hlaup eru hreyfing til fyrirmyndar!

Í tilefni af 100 ára afmæli ÍSÍ vildi Kvennahlaupsnefndin láta gott af sér leiða í þágu kvenna. Í samstarfi við Rauða Kross Íslands var því ákveðið að hrinda af stað söfnun á nærfatnaði fyrir konur. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum þá skilar nærfatnaður sér síður í hefðbundnum fatasöfnunum en annar fatnaður. Margir átti sig einfaldlega ekki á því að eftirspurn sé eftir þessum fatnaði.
Staðreyndin er sú að þörfin fyrir nærfatnað er mjög mikil á þeim svæðum sem Rauði krossinn starfar við neyðarhjálp. Hins vegar berst mjög lítið af þessum fatnaði til söfnunarstaða Rauða krossins hér á landi. Eru allar konur hvattar til að taka þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ og gefa um leið notuðum nærfatnaði framhaldslíf.

Allar konur um land allt eru hvattar til þess að taka daginn frá en tilgangur hlaupsins er að efla heilsu kvenna. Hefð hefur skapast hjá mæðgum, systrum, frænkum og vinkonum að mæta saman í hlaupið og sýna þar með samstöðu kvenna í verki en slagorð hlaupsins í ár er Hreyfing til fyrirmyndar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun