Ţóra Arnórsdóttir heimsótti Grindavík

  • Fréttir
  • 8. júní 2012

Þóra Arnórsdóttir og eiginmaður hennar Svavar Halldórsson heimsóttu Grindavík í morgun í blíðskaparveðri og komu við á bæjarskrifstofunum, Víðihlíð, Miðgarði, Heilsuleikskólanum Króki og enduðu svo í hádeginu á Sjómannastofunni Vör.
Stuðningsmenn Þóru nýttu tækifærið og færðu Þóru gjöf til að minna hana á góða heimsókn til Grindavíkur en það var fallegt orkerað hálsmen eftir Toggu, (Þorgerði Kjartansdóttur). Þóra hrósaði Grindvíkingum fyrir einstaklega fallegt bæjarfélag og að það mætti skynja kraft, jákvæðni og samheldni á þeim stöðum sem hún heimsótti í Grindavík sem vonandi endurspeglaði bæjarfélagið.


Þóra á spjalli við Valgerði Guðmundsdóttur, elsta núlifandi Grindvíking.


Svavar eiginmaður Þóru lýtur eftir yngsta barni þeirra hjóna.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!