Ćvintýri viđ náttúruperlur Grindavíkur

  • Fréttir
  • 5. júní 2012

„Þetta er búið að vaxa jafnt og þétt síðan við byrjuðum fyrir rúmum fimm árum. Það eru þrír í fastri vinnu en það getur farið upp í alveg 15 manns sem starfa í kringum þetta um helgar þegar mest lætur," segir Kjartan Sigurðsson hjá Fjórhjólaævintýri í Grindavík. 

Fyrirtækið sérhæfir sig í að taka á móti hópum af öllum stærðum og skipuleggur allt frá óvissuferðum til árshátíða og fjölskylduhátíða. Ferðirnar eru tilvaldar fyrir vinnustaðahópa, vinahópa, fjölskyldur og alla þá sem áhuga hafa á hreyfingu og útiveru.

Kjartan segir að það sé nokkuð jafnt flæði í aðsókninni árið um kring og því séu þeir heppnir að því leyti, en Kjartan á fyrirtækið ásamt Jakobi Sigurðssyni bróður sínum og Sigurði Óla Hilmarssyni. „Það er sem sagt ekki alger geðveiki hjá okkur á sumrin og við erum kannski frábrugðnir öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum að því leyti." Að vísu er meira að gera á sumrin en þá sæki einstaklingar meira í að komast í fjórhjólatúra, en hópar á veturna.

Eru þetta aðallega erlendir ferðamenn?
„Núna eru þetta meira Íslendingar en svona að jafnaði þá eru þetta 60-70% erlendir ferðamenn."

„Við fáum ekki beint fólk vegna Lónsins en megnið af okkar kúnnum fara líka þangað. Maður bjóst við því að meira fólk kæmi þaðan en það virðist ekki vera. Fólk er hugsanlega að nýta daginn alveg í Lóninu."

Kjartan segir leiðirnar allar vera mjög flottar en Sandvíkin þar sem Clint Eastwood tók upp á sínum tíma er þó í aðalhlutverki. Brúin milli heimsálfa er líka afar vinsæl. „Það virkar vel á útlendingana að sjá hvar flekarnir rísa upp og geta labbað yfir brúna. Þeir sem eru að fara gullna hringinn finnst gaman að sjá muninn á flekunum á Þingvöllum og hérna hjá okkur.

En hvernig er sumarið framundan? „Ég held að það verði mjög gott og nú þegar eru komnar nokkuð af bókunum." Fyrirtækið sér ekki eingöngu um fjórhjólaferðir heldur er t.d. boðið upp á hellaskoðanir, fjallahjólaferðir og hópefli.

„Við erum með átta skipulagðar ferðir á dag og þær eru frá klukkutíma og upp í sjö tíma. Svo er hægt að fá einkaferðir hvenær sem er. Svo vorum við að bæta við ansi skemmtilegu tæki en það er fjögurra manna Buggy-bíll sem er einn sinnar tegundar. Það er flott tæki til þess að ferðast um hálendið og í sandi."

Jakob segir að aukningin hafi verið um 35% á hverju ári síðan þetta ævintýri byrjaði hjá þeim og alltaf sé jafn gaman að fást við þetta. „Þetta er fjölbreytt starf og maður er alltaf að hitta nýtt fólk." Jakob segir hópeflið verða sífellt vinsælla en þar þarf fólk að leysa ýmsar þrautir í sameiningu og keppir innbyrðis. „Fólk verður þá oft æst og uppveðrað þegar keppni er í spilunum."

Jakob er sammála blaðamanni í því að Grindavík sé í auknum mæli að verða vinsæll ferðamannabær enda sé þar mikið af náttúruperlum. Jakob segist líka sjá í auknum mæli að Suðurstrandarvegurinn sé að koma með aukna umferð til Grindavíkur og Suðurnesjanna allra, sem eru bara jákvæðar fréttir fyrir svæðið.

- Víkurfréttir


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir