Ekki ástćđa til ađ endurskođa forgangsröđun Rammaáćtlunar

  • Fréttir
  • 4. júní 2012

Í ljósi ályktunar ,,Baráttufundar um vernd náttúrusvæða á Reykjanesskaga" vill Grindavíkurbær árétta eftirfarandi. Grindavíkurbær er aðili að Reykjanesfólkvangi, en stærsti hluti landsvæðis fólkvangsins er innan skipulagsmarka Grindavíkur. 

Grindavíkurbær er upplýstur um Drög að stjórnunaráætlun fyrir Reykjanesfólkvang og eru drögin til meðferðar í skipulags- og umhverfisnefnd, þar sem þau verða samræmd við Auðlindastefnu bæjarins og Aðalskipulag. Rétt er að taka fram að í auglýsingu um stofnun Reykjanesfólkvang er sérstaklega tilgreint að heimilt sé að nýta jarðhita innan fólkvangsins. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um frekari verndun en kemur fram í auglýsingunni.

Í Aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2010-2030 sem bæjarstjórn hefur samþykkt og Skipulagsstofnun staðfest er gert ráð fyrir tilraunaborunum vegna jarðhitanýtingar við Sandfell og Eldvörp. Svæðið Eldvörp og Eldvarpahraun er afmarkað í aðalskipulagstillögunni sem hverfisverndað svæði. Á 9. áratugnum var boruð hola í Eldvörpum og lagður að henni vegur. Gert ráð fyrir að sú hola verði nýtt og borað verði á tveimur stöðum við veginn. Aðrar breytingar verða ekki í Eldvörpum. Í aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 má sjá tillögu að staðsetningu borstæða. Augljóslega er ekki verið að leggja Eldvörp í rúst eins og einhverjir hafa haldið fram.

Bæði Eldvörp og Sandfell eru, og hafa alltaf verið, í nýtingarhluta Rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði . Aðalskipulag Grindavíkurbæjar er þannig í samræmi við áætlunina og gerði bærinn ekki athugasemdir við hana. 

Grindavíkurbær hefur, fyrst allra sveitarfélaga á Íslandi, sett sér Auðlindastefnu. Sú stefna byggir á umfangsmikilli gagnaöflun og stefnumótun, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir Eldfjallagarði eða GeoPark á svæðinu. Sú tillaga er nú í vinnslu í samstarfi allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum, ferðaþjónustuaðila og HS Orku. Verkefnið nýtur fjárhagslegs stuðnings ríkisins.

Auðlindastefnan hefur ennfremur gert það að verkum að skilmálar orkunýtingar við Eldvörp eru skýrari en víðast annarsstaðar. Það er stefna Grindavíkurbæjar að nýting auðlinda í lögsögu Grindavíkur skuli strax á undirbúningsstigi miða við lágmarks rask á náttúrulegum svæðum. Við vinnslu skipulagsins var því leitað til sérfræðinga í náttúruvernd, um jarðvarmanýtingu og þeirra aðila sem hafa sinnt ferðaþjónustu á svæðinu. Umfangsmikið og gott samráð við alla hagsmunaaðila skilaði sér í því að fáar athugasemdir bárust og engin frá náttúruverndarsamtökum varðandi Eldvörp eða Sandfell. Harðorðar yfirlýsingar og ályktanir undanfarnar vikur koma því á óvart. 

Grindavíkurbær hefur unnið að gerð skipulagsins með mjög faglegum hætti og í samræmi við Auðlindastefnu Grindavíkurbæjar og Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Að mati Grindavíkurbæjar er ekki ástæða til að endurskoða forgangsröðun Rammaáætlunar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir