Grćnir unnu fótboltamót Sjóarans síkáta

  • Fréttir
  • 3. júní 2012

Fótboltamót Sjóarans síkáta var nú haldið fjórða árið í röð og á sjálfum Grindavíkurvelli. Svo fór að Græna hverfið fór með sigur af hólmi eftir að hafa lagt Rauða hverfið að velli í úrslitaleik 2-0 þar sem mörkin komu seint í leiknum. Græna hverfið fagnaði titlinum vel og innilega enda frammistaða liðsins sérlega glæsileg.

Í undanúrslitunum lagði Græna hverfið það Bláa nokkuð auðveldlega og Rauða hverfið skellti því Appelsínugula. Úrslitaleikur Græna hverfisins og Rauða hverfisins bauð upp á skemmtileg tilþrif þar sem sterkur varnarleikur var í fyrirrúmi. En Páll Valur Björnsson bæjarfulltrúi braut ísinn með skallamarki fyrir Græna hverfið eftir lævísan undirbúning Þorsteins Gunnarssonar. Páll Valur var aftur á ferðinni skömmu seinna þegar hann fylgdi vel eftir þrumuskoti Leifs Guðjónssonar, úrslitin 2-0 Græna hverfinu í vil. Græna og Rauða hverfið hafa nú unnið fótboltamót Sjóarans síkáta í tvö skipti hvort hverfi.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!