Vigdís Heiđrún á Bryggjunni međ eigin augum

  • Fréttir
  • 31. maí 2012

Vigdís Heiðrún Viggósdóttir er með ljósmyndasýningu á kaffihúsinu Bryggjunni sem vakið hefur mikla athygli, yfirskrift sýningarinnar er MEÐ EIGIN AUGUM. Hún er fædd og uppalin á Skagaströnd, eiginmaður hennar er Vilhelm Þór Þórarinsson og saman eiga þau 3 börn, þau fluttist frá Skagaströnd til Grindavíkur árið 2000 og hófu rekstur með Ómari Ásgeirssyni í vélsmiðjunni Martak ehf, sem framleiðir alhliða vélar fyrir matvinnslu fyrirtæki, aðalega rækju og fiskvinnslur.

Á 50 ára afmæli sínu árið 2010 fékk hún góða myndavél að gjöf, þá vaknaði áhugi á ljósmyndun og sótti hún um inngöngu í Ljósmyndaskólann ( Sissu og Leifs ) og hóf nám þar síðast liðið haust.

„Myndefni mitt er móðir náttúra, ég fanga formin í náttúrunni með Holgunni minni sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Holga er mjög einföld 120mm filmu plastmyndavél, hún lekur ljósi og bjagar fókusinn, þannig að myndirnar hafa draumkennda stemningu og gamaldags áferð," segir Vigdís.

Vigdís bíður alla hjartanlega velkomna á sýninguna sína, MEÐ EIGIN AUGUM.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir